Fara í efni

Sundlaug Húsavíkur - Skápalæsingar í fataklefum

Málsnúmer 201902097

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 31. fundur - 14.05.2019

Fyrir liggja kostnaðaráætlanir fyrir endurnýjun skápa í Sundlaug Húsavíkur.
Taka þarf afstöðu til hvað eigi að gera í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir þessari framkvæmd á áætlun fyrir árið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í nýjar skápalæsingar með núverandi skápum án þess að nota armbönd og ganga í framkvæmdina sé tilboðið ekki hærra en sú kostnaðaráætlun sem fyrir liggur.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 33. fundur - 28.05.2019

Skv. fyrri afgreiðslu skipulags- og framkvæmdaráðs var óskað eftir kostnaðaráætlunum, annars vegar í lyklalaust skápaaðgengi, en hins vegar tilboði frá öðrum aðila til samanburðar.
Fyrir liggja þær kostnaðartölur sem kallað hefur verið eftir, annars vegar frá Nortek og hins vegar frá Securitas og er óskað eftir því að ráðið taki afstöðu til málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að semja við Nortek um lyklalaust skápaaðgengi.