Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

28. fundur 08. maí 2018 kl. 16:15 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Breyting á aðalskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805009Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir mætti til fundarins og kynnti tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótels á Húsavíkurhöfða.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

2.Breyting á deiliskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805010Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir mætti til fundarins og kynnti tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótels á Húsavíkurhöfða.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

3.Deiliskipulag Fjöll 2, Kelduhverfi

Málsnúmer 201805003Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags frístundahúsasvæðis að Fjöllum í Kelduhverfi. Skipulagslýsingin var unnin af Vigfúsi Sigurðssyni.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

4.Deiliskipulag athafnasvæði A5 - Kringlumýri

Málsnúmer 201711108Vakta málsnúmer

Nú er lokið athugasemdafresti vegna deiliskipulags athafnasvæðis A5 við Kringlumýri á Húsavík. Umsagnir/athugasemdir bárust frá Minjastofnun (bréf dags. 27. mars, Vegagerðinni (bréf dags. 16. apríl) og Skipulagsstofnun með tölvupósti dags. 27. mars.

Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.

Vegagerðin óskar eftir að veghelgunarsvæði sé skýrlega markað á uppdrætti og skipulagsmörk færð svo þau nái útyfir vegamót Norðausturvegar (85) og Kringlumýrar. Þess er óskað að vegur að Stangarbakkafjöru verði tekinn vinkilrétt á Norðausturveg og að tenging frá Stangarbakkafjöruvegi að lóð Norðlenska verði færð vestar þannig að hún verði minnst 50 m frá gatnamótum við Norðausturveg. Gönguleið skal ekki sýna nær þjóðvegi en sem nemur einföldu öryggissvæði. Vegagerðin minnir á ákvæði 32. gr. Vegalaga um fjarlægð skilta frá miðlínu vegar.

Skipulagsstofnun bendir á að lagfæra þarf skýringar við deiliskipulagið á uppdrætti og að óheppilegt sé að nota hugtök úr aðalskipulagi eins og "óbyggt svæði" nema svæðið rými við gildandi landnotkun. Loks er bent á eina ranga lagatilvísun.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar framkomnar ábendingar og athugasemdir.
Skipulagsráðgjafa er falið að leiðrétta skipulagið m.v. ábendingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsmörk verði alfarið höfð alfarið utan þjóðvegar. Vegur um Stangarbakkafjöru verði tekinn vinkilrétt á Norðausturveg og vegtenging af Stangarbakkafjöru inn á lóð Norðlenska verði tekin eins nærri 50 m frá miðlínu Norðausturvegar eins og hæðarlega leyfir. Gangbraut meðfram lóð Norðlenska verði felld út úr deiliskipulaginu enda gönguleið hugsuð austan þjóðvegarins. Loks verði í greinargerð vísað til 32. gr. Vegalaga nr. 80/2007 vegna fjarlægðar skilta frá þjóðvegi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan og skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

5.Umsögn óskast um skipulagslýsingu vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

Málsnúmer 201805056Vakta málsnúmer

Skipulags- og Byggingarfulltrúi, f.h. Vopnafjarðarhrepps, óskar umsagnar Norðurþings um skipulagslýsingu vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026.
Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

6.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Gistiheimilið Sigtún

Málsnúmer 201804217Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um veitingu rekstrarleyfis til handa GPG Seafood ehf til sölu gistingar í Túngötu 13, Sigtúni.
Skipulags- og umhverfisnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið.

7.Umsókn um breytingar á þakhalla á Lyngholti 3

Málsnúmer 201803088Vakta málsnúmer

Óskað er samþykkis fyrir breyttum þakhalla á Lyngholti 3 til samræmis við fyrri umfjöllun. Nú liggur fyrir undirskrifað samþykki þeirra nágranna sem vísað var til á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og heimilar því breyttan þakhalla á húsinu.

8.Hildur Óladóttir sækir um lóðastækkun að Bakkagötu 3 Kópaskeri

Málsnúmer 201611091Vakta málsnúmer

Óskað er eftir lóðarstækkun við Bakkagötu 5, Mela, á Kópaskeri. Erindi var áður tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar í nóvember 2016. Nú liggur fyrir tillaga að hnitsettu lóðarblaði þar sem gert er ráð fyrir 2.080 m² lóð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði lóðarstækkun til samræmis við framlagða teikningu.

9.Umsókn um skilgreiningu lóðar umhverfis lóðarlaust hús að Bakkagötu 7, Kópaskeri

Málsnúmer 201611092Vakta málsnúmer

Jón Kristján Ólason óskar eftir skilgreiningu lóðar umhverfis Sviðastöðina að Bakkagötu 7 á Kópaskeri. Erindið var áður tekið fyrir á fundi í nóvember 2016. Nú liggur fyrir tillaga að hnitsettum uppdrætti fyrir lóðina.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur á grundvelli lóðaruppdráttar. Lóðin verði látin heita Bakkagata 5.

10.PCC BakkiSilicon hf. óskar eftir að einn skáli fái að standa áfram

Málsnúmer 201805011Vakta málsnúmer

PCC BakkiSilicon hf óskar eftir uppfærslu samnings og framlengingu stöðuleyfis fyrir einn gistiskálann af vinnubúðum við Dvergabakka.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði áframhaldandi stöðuleyfi fyrir einum gistiskálanna.

11.Fuglastígur á Norðausturlandi óskar byggingarleyfis fyrir þremur fuglaskoðunarskýlum innan Norðurþings

Málsnúmer 201805105Vakta málsnúmer

Fuglastígur á Norðausturlandi óskar eftir samþykkti fyrir uppbyggingu þriggja fuglaskoðunarskýla innan Norðurþings. Eitt skýlið er við Svarðarmýrartjörn við Kaldbak, annað á fjörukambinum við Kópasker og það þriðja í landi Höskuldarness á Melrakkasléttu. Áður hefur umsækjandi fengið heimildir landeigenda til niðursetningar skýla, en nú liggja fyrir teikningar af skýlunum frá norskum arkitektum hjá Biotope. Ennfremur var það upplýst á fundinum að Fuglastígurinn hefur fengið styrki til að reisa skýlin, en horft til þess að Norðurþing annist uppsetningu þeirra og rekstur í samvinnu við Fuglastíginn.
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar uppsetningu náttúruskoðunarskýlanna og heimilar uppsetningu þeirra fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 18:00.