Fara í efni

Umsókn um breytingar á þakhalla á Lyngholti 3

Málsnúmer 201803088

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 27. fundur - 17.04.2018

Óskað er eftir leyfi til að auka þakhalla á húsinu úr 1,8° í 6°. Við það hækkar mesta hæð þaks í 3,95 m en er eftir sem áður 55 cm undir leyfilegri hámarkshæð þaksins. Meðfylgjandi erindi er skýringarmynd sem gerir grein fyrir breytingunni og hvernig hún samræmist ákvæðum deiliskipulags.
Þó svo heildarhæð húss sé innan skipulagsramma er vegghæð á vesturhlið meiri en deiliskipulag heimilar. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið að Stekkjarholti 16, 18 og 20 og Lyngholti 1 og 5.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 28. fundur - 08.05.2018

Óskað er samþykkis fyrir breyttum þakhalla á Lyngholti 3 til samræmis við fyrri umfjöllun. Nú liggur fyrir undirskrifað samþykki þeirra nágranna sem vísað var til á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og heimilar því breyttan þakhalla á húsinu.