Fara í efni

Fuglastígur á Norðausturlandi óskar byggingarleyfis fyrir þremur fuglaskoðunarskýlum innan Norðurþings

Málsnúmer 201805105

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 28. fundur - 08.05.2018

Fuglastígur á Norðausturlandi óskar eftir samþykkti fyrir uppbyggingu þriggja fuglaskoðunarskýla innan Norðurþings. Eitt skýlið er við Svarðarmýrartjörn við Kaldbak, annað á fjörukambinum við Kópasker og það þriðja í landi Höskuldarness á Melrakkasléttu. Áður hefur umsækjandi fengið heimildir landeigenda til niðursetningar skýla, en nú liggja fyrir teikningar af skýlunum frá norskum arkitektum hjá Biotope. Ennfremur var það upplýst á fundinum að Fuglastígurinn hefur fengið styrki til að reisa skýlin, en horft til þess að Norðurþing annist uppsetningu þeirra og rekstur í samvinnu við Fuglastíginn.
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar uppsetningu náttúruskoðunarskýlanna og heimilar uppsetningu þeirra fyrir sitt leyti.

Framkvæmdanefnd - 28. fundur - 09.05.2018

Fuglastígur á Norðausturlandi óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið varðandi byggingu á þremur fuglaskoðunarskýlum í sveitarfélaginu.
Skýlin verða staðsett við Kaldbakstjarnir á Húsavík, Kópaskeri og Höskuldarnesi á Melrakkasléttu.
Fyrir framkvæmdanefnd liggja drög að samstarfssamningi við Fuglastíg.
Framkvæmdanefnd samþykkir drög að samstarfssamningi við Fuglastíg á Norðausturlandi sem getur numið allt að 20% af heildarkostnaði verksins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 14. fundur - 06.11.2018

Fyrir liggja tvö tilboð frá verktökum sem tilbúnir eru að taka að sér smíði, flutning og uppsetningu á þremur fuglaskoðunarskýlum Fuglastígs á Norðausturlandi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.