Fara í efni

Forathugun á vilja bæjarráðs/sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Málsnúmer 201903054

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 285. fundur - 21.03.2019

Útlendingastofnun óskar eftir afstöðu byggðarráðs eða sveitarstjórnar til þess að gera þjónustusamning við stofnunina er snýr að félagslegri þjónustu og stuðningi við umsækjendur um alþjólega vernd, á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsóknar sinnar. Þjónustan snýr m.a. að því að veita umsækjendum húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning.
Byggðarráð vísar erindinu til umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019

Á 285. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá Útlendingastofnun sem óskar eftir afstöðu byggðarráðs eða sveitarstjórnar til þess að gera þjónustusamning við stofnunina er snýr að félagslegri þjónustu og stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd, á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsóknar sinnar. Þjónustan snýr m.a. að því að veita umsækjendum húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning.

Byggðarráð vísaði erindinu til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku;
Kolbrún Ada, Hjálmar Bogi, Silja, Helena Eydís, Bergur Elías.

Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu;
Sveitarstjórn Norðurþings telur sér ekki fært að þekkjast boð Útlendingastofnunar um að gera þjónustusamning við stofnunina að sinni.
Sveitarstjórn ítrekar jafnframt boð sitt um móttöku flóttamanna.

Til máls tók;
Hjálmar Bogi, hann óskar bókað; Hjálmar Bogi hefði viljað taka jákvætt í erindið.

Tillaga Kolbrúnar Ödu borin undir atkvæði;
Samþykkt með atkvæðum, Kolbrúnar Ödu, Bergs Elíasar, Örlygs Hnefils, Kristjáns Þórs, Helenu Eydísar, Hrundar og Silju.
Hjálmar Bogi greiðir atkvæði á móti og Hafrún situr hjá.