Fara í efni

Malbikunarframkvæmdir í Norðurþingi sumarið 2018

Málsnúmer 201806112

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018

Annað sumarið í röð mun malbikunarfyrirtækið Colas Iceland nú setja upp malbikunarstöð hér á Húsavík til þess að mæta þeim framkvæmdum sem verið hafa í gangi undanfarið í tengslum við uppbyggingu á svæðinu. Á síðasta ári voru allar malbikunarframkvæmdir á vegum sveitarfélagsins slegnar út af borðinu og lítið tekið inn af viðhaldsverkefnum við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2018.
Ástand gatna og gangstétta í sveitarfélaginu gefur þó ekki tilefni til þess að láta eins og stöðin sé ekki fyrir hendi og kostnaðarlegur ávinningur við að nýta veru hennar hér ótvíræður fyrir sveitarfélagið.
Kallað er eftir endurskoðun nefndarinnar á fjárveitingum til aðkallandi verkefna sem snúa að malbikun gatna og gangstétta í sveitarfélaginu öllu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina frekar þær framkvæmdir sem liggur á og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018

Við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2018 voru framkvæmdir sveitarfélagsins skornar niður til þess að mæta útgjöldum við byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík sem ljúka átti á árinu 2018.
Nú þykir ljóst að það fjármagn sem áætlað hefur verið til byggingar slökkvistöðvarinnar verður ekki nýtt að fullu á þessu ári og opnast því fyrir þann möguleika að nýta malbikunarstöð Colas Iceland sem sett hefur verið upp á Húsavík og mun vera rekin þar í sumar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Byggðarráð að eftirfarandi malbikunarframkvæmdir verði teknar inná framkvæmdaáætlun: Plan við Borgarhólsskóla Húsavík, Garðarsbraut Húsavík, sleppistæði við Auðbrekku á Húsavík, gangstétt við Ásgötu á Raufarhöfn, Hnitbjörg á Raufarhöfn, Stjórnsýsluhús á Raufarhöfn og íþróttahús á Raufarhöfn.

Byggðarráð Norðurþings - 256. fundur - 05.07.2018

Eftirfarandi var bókað á 2. fundi skiplags- og framkvæmdaráðs;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að eftirfarandi malbikunarframkvæmdir verði teknar inná framkvæmdaáætlun: Plan við Borgarhólsskóla Húsavík, Garðarsbraut Húsavík, sleppistæði við Auðbrekku á Húsavík, gangstétt við Ásgötu á Raufarhöfn, Hnitbjörg á Raufarhöfn, Stjórnsýsluhús á Raufarhöfn og íþróttahús á Raufarhöfn.
Byggðaráð vísar erindinu aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs. Óskað er eftir að tillaga verði unnin að uppfærðri framkvæmda- og viðhaldsáætlun og áhrif umræddra malbikunarframkvæmda útlistuð í henni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 3. fundur - 10.07.2018

Á 256. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;
Byggðaráð vísar erindinu aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs. Óskað er eftir að tillaga verði unnin að uppfærðri framkvæmda- og viðhaldsáætlun og áhrif umræddra malbikunarframkvæmda útlistuð í henni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að taka upp framkvæmdaáætlun 2018. Frekari umræða er fyrirhuguð á næsta fundi ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018

Reiknað með að kostnaður við þær framkvæmdir sem hafnar eru og útlit er fyrir að kláraðar verði í ár, sé gróflega metinn rétt rúmlega 400 milljónir króna.
Er í því kostnaðarmati m.a. gert ráð fyrir að um 100 milljónir renni til byggingar slökkvistöðvar og að gatnagerð við sjóböð og við Reykjaheiðarveg verði fresta til næsta árs.
Það fjármagn sem áætlað var til framkvæmda á árinu 2018 er rétt tæpar 540 milljónir króna og því ljóst að það nýtist ekki allt til góðra verka, sem rekja má að stórum hluta til tafa á framkvæmdum við byggingu slökkvistöðvar.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til þess hvort nýta skuli að hluta eða öllu leyti það fjármagn sem ekki mun nýtast á árinu, til malbikunarframkvæmda og nýta þannig malbikunarstöð Colas á meðan hún er uppsett á svæðinu.
Byggðaráð beindi þeim tilmælum til skipulags- og framkvæmdaráðs að taka upp framkvæmdaáætlun þessa árs og finna möguleika til fjármögnunar malbikunarverkefna sem kynnt voru á síðasta fundi ráðsins.
Gert var ráð fyrir ákv. upphæð til byggingar nýrrar slökkvistöðvar, en ljóst er að það fjármagn mun ekki nýtast að fullu á þessu ári. Því er svigrúm til þess að fara í þessar framkvæmdir.