Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

261. fundur 16. ágúst 2018 kl. 08:30 - 10:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Óli Halldórsson tekur þátt í fundinum í gegnum Skype.

1.Öxarfjörður í sókn - Hálfsársskýrsla verkefnisstjóra

Málsnúmer 201807089Vakta málsnúmer

Bryndís Sigurðardóttir verkefnastjóri kemur á fundinn og fer yfir hálfsársskýrslu um framgang og verkefnastöðu Öxarfjarðar í sókn.
Byggðarráð þakkar Bryndísi fyrir komuna og greinargóða lýsingu á þeim verkefnum sem unnin á vettvangi Öxarfjarðar í sókn.

2.Fyrirspurn varðandi framkvæmdir í Holtahverfi.

Málsnúmer 201808035Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson óskar eftir upplýsingum um heildarkostnað sveitarfélagsins og Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna uppbyggingar Holtahverfis. Óskað er upplýsinga um kostnað vegna lóða-, gatnagerðar, tengikostnað og frágang umhverfisins ásamt öðrum útlögðum kostnaði ef einhver er. Hvað hefur verið greitt og ef eitthvað er eftir, hvað er áætlað að sá kostnaður verði hár?
Lagt fram til kynningar. Erindið verður tekið upp að nýju þegar endanlegur kostnaður liggur fyrir.

3.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir forsendur fjárhagsáætlunar og drög að tekjuáætlun vegna 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.
Byggðarráð fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar og drög að tekjuáætlun ársins 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.

4.Fyrirspurn um yfirlit og stöðu ólokinna mála í One System skjalavistunarkerfi sveitarfélagsins

Málsnúmer 201807056Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur lagt fram fyrirspurn um yfirlit og stöðu ólokinna mála í OneSystem skjalavistunarkerfi sveitarfélagsins. Í heildina eru alls 15.530 mál í skjalavistunarkerfi Norðurþings 15. ágúst 2018. Málin eru öll flokkuð eftir stöðu og eru alls 2744 mál merkt í vinnslu og úrvinnslu hjá starfsmönnum. Hjá Félags- og skólaþjónustu eru 918 mál, framkvæmda- og skipulagsmál eru 558, alls 616 mál á fjármálasviði og 644 hjá öðrum sviðsstjórum.

Fyrir fundinum liggur samantekt um stöðu mála í málakerfi sveitarfélagsins. Berglind Jóna Þorláksdóttir kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála.

5.Erindi til skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings vegna ósk um uppsetningu hraðahindrunar á efri hluta Uppsalavegar

Málsnúmer 201706070Vakta málsnúmer

Á 3. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings þann 10. júlí 2018 var tekið fyrir erindi frá Kristjáni Pálssyni og Rannveigu Benediktsdóttur vegna óskar um uppsetningu hraðahindrunar á efri hluta Uppsalavegar. Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
"Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir áhyggjur af umferðarhraða en er ekki reiðubúið að setja niður hraðahindrun að svo stöddu." Í svarbréfi ráðsins segir jafnframt; "Afgreiðsla ráðsins er gerð með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar Norðurþings og verður þér gert viðvart verði afgreiðslan á annan veg í sveitarstjórn er hér er tilkynnt."
Í meðfylgjandi erindi er óskað eftir því að sveitarstjórn bregðist við í samræmi við áhyggjur skipulags- og framkvæmdaráðs.
Óli Halldórsson leggur fram eftirfarandi tillögu;
Erindi bréfritara verði samþykkt og hraðahindrun verði komið upp á efri Uppsalavegi fyrir 15. september n.k.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

6.Fundarboð - kynningarfundir umhverfis- og auðlindaráðherra á drögum að frumvarpi um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi í ágúst og September 2018

Málsnúmer 201808033Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til funda með sveitarfélögum, umhverfisverndarsamtökum, ferðamálasamtökum og útivistarsamtökum þar sem kynnt verða drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra fiðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Fundur verður haldinn á Hótel Kea, Akureyri 23. ágúst n.k. kl. 15:30 - 17:30.
Lagt fram til kynningar.

7.Eimur sumarskóli 2018

Málsnúmer 201808031Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samantekt verkefna úr sumarskóla Eims sem fór fram í lok maí. Heimsókn háskólanemenda frá Stuttgart í Þýskalandi gekk mjög vel og skildu þeir eftir áhugaverðar hugmyndir og vinnu sem mikilvægt er að nýta til frekari vinnslu í héraði í framhaldinu.
Lagt fram til kynningar.

8.Uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs - bókun Eyþings

Málsnúmer 201808008Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Eyþingi vegna uppgjörs við lífeyrissjóðinn Brú. Hlutur Norðurþings í greiðslum í varúðar- og jafnvægissjóð er 773.650 kr.
Byggðarráð staðfestir skuldbindingu Norðurþings.

9.Orkuveita Húsavíkur ohf - 180

Málsnúmer 1807007FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 180. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá 27. júlí s.l.
Byggðarráð vísar fundargerðinni til sveitarstjórnarfundar þann 21. ágúst n.k.

10.Fjölskylduráð - 3

Málsnúmer 1808002FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 3. fundar fjölskylduráðs frá 13. ágúst s.l.
Byggðarráð vísar fundargerðinni til sveitarstjórnarfundar þann 21. ágúst n.k.

Fundi slitið - kl. 10:05.