Fara í efni

Fyrirspurn um yfirlit og stöðu ólokinna mála í One System skjalavistunarkerfi sveitarfélagsins

Málsnúmer 201807056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 261. fundur - 16.08.2018

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur lagt fram fyrirspurn um yfirlit og stöðu ólokinna mála í OneSystem skjalavistunarkerfi sveitarfélagsins. Í heildina eru alls 15.530 mál í skjalavistunarkerfi Norðurþings 15. ágúst 2018. Málin eru öll flokkuð eftir stöðu og eru alls 2744 mál merkt í vinnslu og úrvinnslu hjá starfsmönnum. Hjá Félags- og skólaþjónustu eru 918 mál, framkvæmda- og skipulagsmál eru 558, alls 616 mál á fjármálasviði og 644 hjá öðrum sviðsstjórum.

Fyrir fundinum liggur samantekt um stöðu mála í málakerfi sveitarfélagsins. Berglind Jóna Þorláksdóttir kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála.