Fara í efni

Fyrirspurn varðandi framkvæmdir í Holtahverfi.

Málsnúmer 201808035

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 261. fundur - 16.08.2018

Guðbjartur Ellert Jónsson óskar eftir upplýsingum um heildarkostnað sveitarfélagsins og Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna uppbyggingar Holtahverfis. Óskað er upplýsinga um kostnað vegna lóða-, gatnagerðar, tengikostnað og frágang umhverfisins ásamt öðrum útlögðum kostnaði ef einhver er. Hvað hefur verið greitt og ef eitthvað er eftir, hvað er áætlað að sá kostnaður verði hár?
Lagt fram til kynningar. Erindið verður tekið upp að nýju þegar endanlegur kostnaður liggur fyrir.