Fara í efni

Áningastaðir - uppbygging innviða

Málsnúmer 201705157

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 18. fundur - 15.06.2017


Stjórnvöld hafa nýlega úthlutað fjármagni til að standa straum af kostnaði við að setja upp og reka salerni á völdum stöðum víða um land. Verkefnið er tímabundið og mun vara í fjóra mánuði, þ.e. frá 1. júní til 30. september á þessu ári. Vegagerðinni hefur verið falin umsjón og framkvæmd verkefnisins sem felst m.a. í að afla tilboða í uppsetningu og rekstur á þurrsalernum sem staðsett verða á 15 áningarstöðum sem Vegagerðin hefur útbúið við vegi landsins. Tilboðin innihalda uppsetningu, leigu og að fjarlægja salernin í lok tímabilsins. Einnig á viðkomandi verktaki að sjá um alla þjónustu við salernin eins og regluleg þrif, losun úr söfnunartanki, viðgerð á skemmdum og annað sem tilheyrir rekstri á þurrsalernum.

Sótt hefur verið um starfsleyfi fyrir tímabundna salernisaðstöðu á áningarstöðum Vegagerðarinnar til viðkomandi Heilbrigðiseftirlits og samið hefur verið við Gámaþjónustuna hf. um að útvega- og sinna salernunum á svæði sveitarfélagsins fyrir tímabilið.

Þeir staðir sem ráðgert er að setja upp tímabundna salernisaðstöðu í sveitafélaginu eru:

Við Jökulsá á Fjöllum (Grímsstaðir)

Lagt fram til kynningar.