Fara í efni

Þjónustumiðstöð Húsavík - Staða

Málsnúmer 201702125

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 14. fundur - 08.03.2017

Fara þarf yfir stöðu þjónustumiðstöðvar á Húsavík og skilgreina það þjónustustig, verkefni, húsnæði og framtíðarsýn.
Framkvæmdanefnd samþykkir að endurvekja starfshóp um þjónustumiðstöð og í honum sitja Sigurgeir Höskuldsson, Hjálmar Bogi Hafliðason og Gunnar Hrafn Gunnarsson.

Framkvæmdanefnd - 18. fundur - 15.06.2017

Umræða um stöðu mála og tímasetning fyrsta fundar verkefnahóps um málefni þjónustumiðstöðvar.
Vinnuhópur ákveður að funda um málefni áhaldahúss næstkomandi mánudag kl. 14:00.

Framkvæmdanefnd - 24. fundur - 10.01.2018

Umræða um málefni þjónustumiðstöðvar á Húsavík.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir starfsemi þjónustumiðstöðvar.

Framkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um aðgerðir til þess að mögulegt sé að mæta þeim ramma sem stillt hefur verið upp fyrir rekstur þjónustumiðstöðvar á Húsavík.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi lagði fram minnisblað um ástand og rekstur þjónustumiðstöðvar.
Áfram er unnið að endurskipulagningu þjónustumiðstöðvar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 7. fundur - 04.09.2018

Taka þarf skipulega umræðu um framhald málefna þjónustumiðstöðvar á Húsavík t.a.m. þjónustustig, tækjakost, húsnæði og mannaflsþörf.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samstarfi við Orkuveitu Húsavíkur að skoða möguleika þess að færa starfsemi Þjónustumiðstöðvar og Orkuveitu í sama húsnæði.