Fara í efni

Framkvæmdanefnd

23. fundur 15. nóvember 2017 kl. 16:00 - 18:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Fyrirspurn um græn svæði á Raufarhöfn og umhirðu við gangstéttir.

Málsnúmer 201711026Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur erindi um græn svæði á Raufarhöfn og umhirðu við gangstéttir. Er mælst til þess að það verði elft á næsta ári á Raufarhöfn, öll slík umhirða og sérstakt átak gert í þeim málum. Þessu hefur verið ábótavant undanfarin ár og hefur áhrif á ásýnd og líðan bæjarbúa.

Framkvæmdanefnd mun beina því til þjónustustöðvar á Raufarhöfn að leggja aukna áherslu á umhirðu grænna svæða og gangstétta.

2.Upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 201711045Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun vekur athygli á breytingu sem gerð var á 6. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, en greinin fjallar um svæðisáætlanir sveitarstjórna um meðhöndlun úrgangs. Breytingin tók gildi 1. júní 2017 og fólst í að svohljóðandi málsgrein var felld inn í lögin:

"Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endrskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á því formi sem stofnunin leggur til"
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að veita Umhverfisstofnun umbeðnar upplýsingar á því formi sem stofnunin leggur til.

3.Almennt um sorpmál 2017

Málsnúmer 201701101Vakta málsnúmer

Sorphirðusamningar á Húsavík eru lausir næsta vor og samningar á austursvæðinu renna út um næstu áramót.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um næstu skref varðandi sorpmál sveitarfélagsins.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra sorphirðu á austursvæði Norðurþings með áherslu á flokkun sorps.
Jafnframt að huga að sorphirðu og förgun í sveitarfélaginu til lengri tíma.

4.Fjárhagsáætlun 2018 - Framkvæmdasvið

Málsnúmer 201710132Vakta málsnúmer

Umræða í nefnd um fjárhags- og framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2018
Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2018 er samþykkt.
Ljóst er að endurskoða þarf rekstur framkvæmdasviðs fyrir árið 2018 til þess að mæta fárhagsramma.
Hjalmar Bogi Hafliðason er ekki samþykkur áætluninni.

Fundi slitið - kl. 18:30.