Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2018 - Framkvæmdasvið

Málsnúmer 201710132

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 22. fundur - 25.10.2017

Umræða í framkvæmdanefnd um drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2018.
Fyrir liggur að ekki verði hægt að klára þær framkvæmdir sem áætlaðar voru á árinu 2017.
Því óskar framkvæmdanefnd eftir því að fjármagn, sem nemur u.þ.b. 150 milljónum verði flutt á milli ára til þess að mæta þeim framkvæmdum á næsta ári.
Framkvæmdaáætlun vegna 2018 ásamt 3ja ára áætlun er í vinnslu og verður afgreidd á næsta fundi framkvæmdanefndar.


Fjárhagsáætlanir vegna þjónustumiðstöðvar og eignasjóðs munu vera umfram ramma ef ekkert verður að gert.
Því leggur framkvæmdanefnd til að verkefnahópur um endurskipulagningu þjónustumiðstöðvar skili af sér tillögum fyrir næsta fund framkvæmdanefndar.

Framkvæmdanefnd - 23. fundur - 15.11.2017

Umræða í nefnd um fjárhags- og framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2018
Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2018 er samþykkt.
Ljóst er að endurskoða þarf rekstur framkvæmdasviðs fyrir árið 2018 til þess að mæta fárhagsramma.
Hjalmar Bogi Hafliðason er ekki samþykkur áætluninni.

Framkvæmdanefnd - 27. fundur - 11.04.2018

Lagt fram til kynningar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu framkvæmda.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu framkvæmda sem fyrirhugaðar eru og þeirra sem þegar eru hafnar.