Fara í efni

Landleigusamningur um Saltvíkehf2

Málsnúmer 201609033

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 20. fundur - 23.08.2017

Ítekað hafa girðingar legið niðri og hross sloppið af því svæði sem skilgreint er í samningi "Leigusamningur (A) v/ Saltvík ehf kt.500605-0220; 43,0 ha".
Erindi með athugasemdum hafa verið send á leigutaka og honum gefinn kostur á að bæta ástand girðinga ásamt því að leggja fram þá áætlun um áburðardreifingu sem farið er fram á í leigusamning, en engin viðbrögð hafa fengist við þeim.
Vegna endurtekinna brota á fyrrgreindum leigusamningi, þrátt fyrir kröfur um úrbætur er honum vísað til meðferðar í framkvæmdanefnd.
Hjalmar Bogi vék af fundi við afgreiðsla þessar liðar.

Framkvæmdanefnd lítur brotin alvarlegum augum og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að boða leigutaka á fund þar sem brot á leigusamningi verða rædd ásamt mögulegri framlengingu á leigusamningi.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi framkvæmdanefndar.

Framkvæmdanefnd - 21. fundur - 13.09.2017

Lagt fram til kynningar.
Garðyrkjustjóri ásamt framkvæmda- og þjónustufulltrúa fóru yfir landleigusamninga í Saltvík eftir að hafa fundað með leigutaka.
Einnig var rætt um landleigusamninga almennt.
Hjalmar Bogi Hafliðason vék af fundi meðan fjallað var um málið.