Fara í efni

Beiðni um að nýta "soðhús" og "lýsishús" á Raufarhöfn undir sýninguna "Þorpið".

Málsnúmer 201708060

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 20. fundur - 23.08.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til beiðni um að Norðurþing leggi til eignir á SR lóð, Soðhús og Lýsishús, undir sýninguna Þorpið sem er hönnuð af Þórarni Blöndal og Finn Arnari í samvinnu við Daníel Hansen. Norðurþing mun eiga húsið og leita leiða til að koma þessari sýningu upp í samvinnu við hönnuði og framkvæmdaaðila. Samvinnan yrði í þá veru að gerður yrði samningur við framkvæmdaraðila um afnot af húsinu og jafnvel einhvers konar aðkomu að uppbyggingu hússins.

Verkefnið var kynnt af undirrituðum inn í framkvæmdanefnd og sveitarstjórn árið 2016 og var mikill áhugi fyrir hendi að koma að styðja við verkefnið. Stuðningur við þetta verkefni er í takt við þá stefnu Norðurþings að gera upp SR lóðina og er vilji íbúa einnig á bakvið þetta verkefni skv. umræðum á íbúafundum.
Framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja viðræður um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.

Framkvæmdanefnd - 22. fundur - 25.10.2017

Farið hefur fram skoðun og gróft kostnaðarmat á "lýsishúsi" á lóð SR á Raufarhöfn, með það fyrir augum að húsið verði gert upp og nýtt undir sýninguna "Þorpið" sem til stendur að setja upp þar.
Áætlun kostnaðar við verkefnið er eftirfarandi:
- Einangrun og endurnýjun á þaki - 4,5 m.
- Málning innanhúss - 1,0 m.
- Málning utanhúss - 1,0 m.
- Endurnýjun raflagna og lýsing - 1,5 m.
Fyrir liggur styrkur upp á 6,0 m úr sjóðum brothættra byggða til verkefnisins.
Framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og lýsir sig reiðubúna til þess að styðja við endurbætur á húsinu, að hámarki 2 milljónir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018

Til stendur að setja upp sýninguna "Þorpið" á Raufarhöfn, en sýningin mun skýra frá mannlífi og byggð á þessu svæði í máli og myndum. Lýsishúsið á SR-lóð á Raufarhöfn hefur svo gott sem verið eyrnamerkt undir sýninguna og mögulega soðhúsið einnig í framtíðinni, en það er bygging sem er sambyggð lýsishúsinu.
Áður en hægt verður að hýsa sýninguna í húsinu liggja fyrir töluverðar viðhaldsframkvæmdir sem þurfa að fara fram á húsinu og þá sérstaklega á þaki þess.
Fyrir liggur gróf kostnaðaráætlun.

Taka þarf afstöðu til þess hvernig afgreiða á þann 2 milljóna króna styrk sem samþykkt hefur verið að veita til verkefnisins, vísað er til styrkveitingar sem samþykkt var í framkvæmdanefnd þann 25.10.2017.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að framlag Norðurþings til sýningarinnar uppá 2. milljóna króna verði ráðstafað til þakviðgerða á Lýsishúsi.