Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

94. fundur 27. ágúst 2019 kl. 16:15 - 17:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Silja Jóhannesdóttir 2. varaforseti
 • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
 • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
 • Óli Halldórsson Forseti
 • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn og lausn frá setu í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélagsins.

Málsnúmer 201908072Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Örlygi Hnefli Örlygssyni um lausn frá störfum í sveitarstjórn á grunni 2. mgr. 30 gr. sveitarstjórnarlaga.
Til máls tóku; Óli, Hjálmar Bogi, Kristján Þór.
Samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn færir Örlygi Hnefli Örlygssyni þakkir fyrir vel unnin störf.

2.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Skipa þarf aðal- og varamenn í stað Örlygs Hnefils Örlygssonar þar sem við á.
Eftirtaldar breytingar verða gerðar í kjölfar þess að Örlygur Hnefill Örlygsson fær lausn frá sveitarstjórn.
Sveitarstjórn: Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir kemur inn í sveitarstjórn. Nýr varamaður í sveitarstjórn verður Stefán Jón Sigurgeirsson.
Formaður fjölskylduráðs verður Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir. Varamaður verður Stefán Jón Sigurgeirsson.

Byggðaráð: Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir verður varamaður.

Landsþing SÍS: Kristján Þór Magnússon verður varamaður.

Aðalfundur EYÞINGS: Kristján Þór Magnússon verður varamaður.

Aðalfundur DA sf: Kristján Þór Magnússon verður varamaður.

Héraðsnefnd Þingeyinga bs. Kristján Þór Magnússon verður fulltrúi.

3.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Á 39. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir með áorðnum breytingum og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Kristján Þór, Hjálmar Bogi, Silja og Helena Eydís.

Hjálmar Bogi leggur til við sveitarstjórn að vísa málinu aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum allra nema Silju sem greiddi atkvæði á móti.4.Óska eftir minnkun lóðar að Haukamýri 1

Málsnúmer 201908057Vakta málsnúmer

Á 41. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 20. ágúst, var eftirfarandi tekið fyrir:
Friðrik Sigurðson, f.h. Steinsteypis ehf., óskar eftir breytingum á lóðarmörkum Haukamýrar 1. Um er að ræða minnkun lóðarinnar úr 2802,7 m² í um 2.450 m² skv. framlagðri rissmynd.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breytt afmörkun lóðar verði samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta útbúa hnitsett lóðarblað til samræmis við fyrirliggjandi teikningu.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

5.Norðlenska ehf. óskar eftir heimild til að gera tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð félagsins

Málsnúmer 201901119Vakta málsnúmer

Á 41. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 20. ágúst, var eftirfarandi tekið fyrir:
Með bréfi dags. 31. júlí s.l. gerði Skipulagsstofnun nokkrar athugasemdir við breytingu deiliskipulags athafnasvæðis A5 við Kringlumýri.
1) Gera þarf grein fyrir hvernig fyrirhuguð áform samræmast aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og rökstyðja þarf þörf fyrir umfangi.
2) Afla þarf umsagnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra vegna deiliskipulagstillögunnar.
3) Bent er á að um er að ræða starfsmannabústaði fremur en gistiskála á byggingarreitum norðanvert á lóðinni.
4) Setja þarf skilmála í skipulagsgögn í samræmi við kröfur reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 (m.s.br.).
5) Minnt er á mikilvægi þess að uppfæra dagsetningar við breytingar á skipulagsgögnum.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sendi umsögn sína um deiliskipulagstillöguna 16. ágúst s.l. HNE telur að fjalla beri um fyrirhugaðar byggingar norðantil á lóðinni sem starfsmannabústaði fremur en gistiskála. Minnt er á að kröfur um starfsmannabústaði má finna í 25. gr. reglugerarðar nr. 941/2002.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingum skipulagstillögunnar m.t.t. þeirra athugasemda sem borist hafa.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem kynntar voru á fundinum.
Til máls tóku; Silja og Óli.

Samþykkt samhljóða.

6.Minnihluti sveitarstjórnar Norðurþings leggur til breytta nefndarskipan, að skipuð verði 3ja manna hafnanefnd sem fari með málefni hafna Norðurþings

Málsnúmer 201908085Vakta málsnúmer

Fulltrúar B & E lista leggja fram tillögu um breytta nefndarskipan. Lagt er til að skipuð verði þriggja manna nefnd um starfsemi og rekstur hafna Norðurþings sem mun vera stjórn Hafnasjóðs Norðurþings. Lagt er til að nefndin taki til starfa í janúar 2020.
Fulltrúar B & E lista leggja fram tillögu um breytta nefndarskipan. Lagt er til að skipuð verði þriggja manna nefnd um starfsemi og rekstur hafna Norðurþings sem muni vera stjórn Hafnasjóðs Norðurþings. Lagt er til að nefndin taki til starfa í janúar 2020.

Greinargerð & rökstuðningur
Starfsemi hafna sveitarfélagsins þ.e. á Raufarhöfn, Kópaskeri og Húsavík er vistuð undir Skipulags- og framkvæmdaráði sveitarfélagsins. Hafnir Norðurþings eru B-hluta fyrirtæki með sjálfstæðan rekstur og efnahag og á þar af leiðandi að vera sjálfstætt starfandi fyrirtæki. Í ljósi verulegrar aukningar á umsvifum á hafnartengdri starfsemi í sveitarfélaginu telja undirrituð skynsamlegt að gera breytingar á þessum málaflokki. Starfsemi hafnarsjóðs er mjög sérhæfð og krefst þekkingar á sviði fjárfestinga, hafnarverndar, öryggismála hafna og sjófaranda sem og þjónustu við útgerð og farþega-og flutningskip.

Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir

Til máls tóku; Kristján Þór, Bergur Elías, Hjálmar Bogi, Óli og Silja.

Breytingartillaga sem Kristján Þór leggur fram:
Lagt er til að tillaga minnihluta sveitarstjórnar verði rædd og afgreidd á sama tíma og umræður fara fram um breytingar á samþykktum sveitarfélagsins. Ennfremur að byggðarráð fari með forræði á málinu m.t.t. mögulegra breytinga á samþykktum þar til fyrri umræður um þær fara fram í sveitarstjórn, eigi síðar en desember 2019.

Samþykkt samhljóða.


7.Fjölskylduráð - 39

Málsnúmer 1908001FVakta málsnúmer

Til máls tóku Hjálmar Bogi og Kristján Þór undir lið 5.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulags- og framkvæmdaráð - 41

Málsnúmer 1908003FVakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 5, Silja, Hafrún, Hjálmar Bogi og Kristján Þór.
Sveitarstjórn fagnar frumkvæði íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu til að koma megi upp skíðalyftu við Reyðárhnjúk strax í haust. Sveitarfélagið leggur til fjármagn svo að flytja megi lyftuna og fyrirtæki og áhugahópar munu leggja fram vinnu við framkvæmdina. Á skíðum skemmtum við okkur!

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Byggðarráð Norðurþings - 294

Málsnúmer 1906008FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Byggðarráð Norðurþings - 295

Málsnúmer 1907003FVakta málsnúmer

Hjálmar Bogi og Kristján Þór tóku til máls undir lið 7.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Byggðarráð Norðurþings - 296

Málsnúmer 1907005FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Byggðarráð Norðurþings - 297

Málsnúmer 1907008FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Byggðarráð Norðurþings - 298

Málsnúmer 1908002FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Byggðarráð Norðurþings - 299

Málsnúmer 1908004FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:55.