Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

39. fundur 16. júlí 2019 kl. 14:00 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Hjalmar Bogi Hafliðason tekur þátt í fundinum í gegnum síma. Hann vék af fundi kl. 15.40.
Grímur Snær Kárason slökkviliðsstjóri sat fundinn undir lið 1.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 2.

1.Sprinklerkerfi slökkvistöðvar að Norðurgarði 5.

Málsnúmer 201907015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilboð frá Trésmiðjunni Rein ehf í uppsetningu sprinkler-kerfis í nýrri slökkvistöð við Norðurgarð 5 á Húsavík, en ekki var gert ráð fyrir slíku kerfi í því frávikstilboði í byggingu hússins sem gengið var að.

Taka þarf afstöðu til uppsetningar sprinkler-kerfis í tækjarými hússins í samhengi við aðrar brunavarnir í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð.

2.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs voru ræddar hraðatakmarkanir í þéttbýli á Húsavík og var eftirfarandi bókað á þeim fundi:
"Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að búa til yfirlitsmynd yfir Húsavík og útlista þær götur sem ráðið leggur til að taki breytingum á hámarkshraða út frá 50 km/klst. og 35 km/klst"
Fyrir liggja þau gögn sem ráðið hefur kallað eftir og er óskað afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þeirra.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir með áorðnum breytingum og vísar málinum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði óskar eftir heimild til að setja upp jarðskjálftamæli/mæla í skólahúsinu (Skjálftasetrinu) á Kópaskeri.

Málsnúmer 201907050Vakta málsnúmer

Í kjölfar hugmynda um uppsetningu jarðskjálftamæla í kjallara Skjálftaseturs á Kópaskeri og mögulega aðstoð við val á staðsetningu og uppsetningu þeirra, er óskað afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þeirra.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar að settir verði upp jarðskálftamælar samkv. erindi.

4.Leikvellir í Norðurþingi

Málsnúmer 201907052Vakta málsnúmer

Borist hafa erindi um viðhald og skipulag einstakra leikvalla sem eru á forsjá Norðurþings, en þeim er misjafnlega vel við haldið.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi óskar eftir því að skipulags- og framkvæmdaráð í samstarfi við fjöldkylduráð, móti skýra og afmörkaða stefnu um fjölda og staðsetningar þeirra leikvalla sem halda beri við og að samhliða uppbyggingu og viðhaldi, verði ráðist í að fjarlægja þá leikvelli sem ekki eiga sér framtíð skv. þeirri stefnu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að yfirfara tækjabúnað á leikvöllum og fjarlægja búnað ef hann ekki stenst öryggiskröfur.
Ráðið telur sér ekki fært að fara í frekari uppbyggingu á leikvöllum að svo stöddu og vísar uppbyggingu og viðhaldi á leikvöllum í Norðurþingi til fjárhags- og framkvæmdaáætlunar 2020.

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu:

Undirritaður lagði til á sínum tíma að leikvöllum yrði fækkað og þeim betur við haldið og markvisst yrði unnið að uppbyggingu þeirra. Það hefur tvívegis verið staðfest í sveitarstjórn. Undirritaður leggur því til að unnið verði eftir samþykktri tillögu um að settir verði fjármunir í einn leikvöll á ári þannig að þeim verði viðhaldið.
Greinargerð
Á sínum tíma voru 17 leikvellir á Húsavík og var þeim fækkað niður í 10. Settir voru fjármunir í verkefnið við upphaf þess en því miður dregið úr bæði viðhaldi og nýframkvæmdum á leikvöllum. Auk þess var samþykkt, bæði í Tómstunda- og æskulýðsnefnd sem og Framkvæmdanefnd að bæta aðgengi að leikvöllum og merkja þá svo þeir væru sýnilegir. Mögulega má fækka leikvöllum enn frekar.
Í tvígang hefur undirritaður lagt fram tillögu um að setja fjármuni í einn leikvöll ári, þannig að þeim verði betur viðhaldið og farið í nýfrakvæmd á hverju ári með einhvers konar viðbót á þann leikvöll sem á að sinna það árið. Sömuleiðis þarf að muna eftir leiksvæðinu á skólalóðunum á Raufarhöfn, Kópaskeri og við Lund. Jafnframt við Borgarhólsskóla og Grænuvelli á Húsavík.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu Hjálmars Boga.

5.Fyrirkomulag snjómoksturs í Norðurþingi

Málsnúmer 201907053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinna við mótun skipulags varðandi snjómokstur í Norðurþingi og þarf þeirri vinnu, ásamt útboðsferli að að vera lokið í haust.
Fyrirkomulag útboðs varðandi snjómokstur í þéttbýli liggur nokkuð ljós fyrir, en þó þarf að taka afstöðu til þess hvort hann verði boðinn út sem heild, eða hvort um svæðisskipt útboð verði að ræða innan þéttbýlis.
Ekki liggur fyrir að hve miklu leiti sinna eigi snjómokstri í dreifbýli umfram það sem lögboðið er, en hingað til hefur snjómokstri verið sinnt þar að einhverju eða öllu leiti, í sumum tilfellum án samninga eða eftirlits.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi óskar eftir því að umræður fari fram í skipulags- og framkvæmdaráði varðandi þessi mál og í framhaldi verði tekin afstaða til þeirra svo hægt verði að klára í tíma þá vinnu sem fyrirliggjandi er.

6.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistinga vegna Höfða guesthouse.

Málsnúmer 201907027Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. II í Höfða sem minna gistiheimili.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

7.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistinga vegna Húsavík Hostel.

Málsnúmer 201907032Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. II í Vallholtsvegi 9 sem gistiskála.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

8.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistinga vegna Gistiheimili Húsavíkur

Málsnúmer 201907033Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. II í Laugarbrekku 16 sem stærra gistiheimili.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

Fundi slitið - kl. 16:15.