Fara í efni

Breyting á Aðalskipulagi Norðurþings vegna efnistökusvæða

Málsnúmer 201806114

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018

Ráðgjafafyrirtækið Alta hefur unnið tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir breytingum aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna fjögurra nýrra efnistökusvæða. Unnið er að því að setja þessi efnistökusvæði inn í aðalskipulag Norðurþings að beiðni Vegagerðarinnar. Efni hefur áður verið tekið úr þessum námum og þeim svo lokað. Nú er í undirbúningi að opna þær aftur. Efnitsökusvæðin eru við Hólssel, Norðmel og Vestari Tjaldstæðisás við Hólsfjallaveg og það fjórða við Kjalarás á norðanverðri Melrakkasléttu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð í umboði sveitarstjórnar að skipulagslýsingin verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.

Byggðarráð Norðurþings - 255. fundur - 28.06.2018

Á 1. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð í umboði sveitarstjórnar að skipulagslýsingin verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.
Byggðarráð samþykkir erindið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 7. fundur - 04.09.2018

Kynningu skipulags- og matslýsingar vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi vegna fjögurra efnistökusvæða er lokið. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun (bréf dags. 11. júlí), Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 26. júlí), Minjastofnun (bréf dags. 1. ágúst) og Umhverfisstofnun (bréf dags. 24. ágúst).

Skipulagsstofnun bendir á að setja þarf fram í skipulagsbreytingu stefnu um heildarumfang efnistöku í hverri námu, gera þarf grein fyrir hvaða aðrir raunhæfir valkostir eru til efnistöku, bent er á að efnistaka á verndarsvæðum fellur undir 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum og endurskoða þarf umfjöllun sem snýr að umhverfismati. Bent er á að hafa samráð við landeigendur á svæðinu og óska leyfis sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra þar sem landbúnaðarsvæði er breytt í aðra landnotkun í samræmi við ákvæði jarðalaga.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

Minjastofnun kannaði umhverfi námanna fjögurra og kom ekki auga á fornleifar í grennd. Hinsvegar telur stofnunin að gera þurfi grein fyrir umfangi þess svæðis sem verður fyrir raski ef nýting námanna hefst á ný.

Umhverfisstofnun telur brýnt að vinnslu og tímabundnum frágangi sé háttað þannig að sjónræn áhrif verði sem minnst. Í því samhengi bendir stofnunin á vefsíðu namur.is þar sem unnt er nálgast upplýsingar um efnistöku og frágang. Stofnunin gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu aðalskipulags þar sem tekið hefur verið mið af þeim athugasemdum og ábendingum sem fram komu við kynningu lýsingar skipulagstillögunnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings þakkar þær athugasemdir og ábendingar sem bárust við kynningu skipulags- og matslýsingar.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að framlögð tillaga að breytingu aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 84. fundur - 18.09.2018

Á 7. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings þakkar þær athugasemdir og ábendingar sem bárust við kynningu skipulags- og matslýsingar.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að framlögð tillaga að breytingu aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 17. fundur - 04.12.2018

Nú er lokið kynningu á breytingum aðalskipulags Norðurþings vegna efnistökusvæða. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni (bréf dags. 29. nóvember), Minjastofnun Íslands (bréf dags. 20. nóvember), Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 13. nóvember) og Skipulagsstofnun (bréf dags. 25. október).

Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE) gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna sem slíka. HNE minnir hinsvegar á að lágmarka beri sjónræn áhrif af efnisvinnslunni sem kostur er. Minnt er á vefsíðu "namur.is" þar sem er að finna leiðbeiningar um efnistöku og frágang efnistökusvæða. Minnt er á reglugerð nr. 785/199 vegna starfsleyfis fyrir efnistöku sem getur haft í för með sér mengun.
Skipulagsstofnun minnir á að senda þarf stofnuninni afrit af umsögnum ásamt viðbrögðum við þeim ef það á við. Lagfæra þarf í greinargerð að Kjalarásnáma á Melrakkasléttu er á svæði Nv7 en ekki Nv5 í náttúruminjaskrá. Í því samhengi er bent á að náttúruminjaskrá skv. eldri lögum heldur gildi sínu þar til ný náttúruminjaskrá skv. náttúrurverndarlögum nr. 60/2013 hefur verið gefin út. Loks þarf að gera ráð fyrir undirritunartexta vegna samþykktar og staðfestingar skipulagsbreytingarinnar á kortblaðinu.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta lagfæra skipulagstillöguna til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér á undan.

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Á 17. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta lagfæra skipulagstillöguna til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér á undan.
Til máls tók: Silja.

Silja leggur fram eftirfarandi bókun:
Eftir umfjöllun skipulags- og framkvæmdaráðs um skipulagsbreytinguna þann 4. desember s.l. barst sveitarfélaginu umsögn Umhverfisstofnunar. Þar koma fram gagnlegar ábendingar en ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna. Í þeirri skipulagstillögu sem nú liggur fyrir hefur sú umsögn verið bókuð inn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.