Fara í efni

Leigusamningur um Tröllakotsrétt

Málsnúmer 201808054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 6. fundur - 28.08.2018

Fjáreigendafélag Húsavíkur hafa óskað eftir taka á leigu land í kringum Tröllakotsrétt.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki tilbúið að leigja út svæðið á ársgrundvelli og hafnar því fyrirliggjandi samningi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 7. fundur - 04.09.2018

Fyrir liggja drög að samningi milli Norðurþings og Fjallskiladeildar Húsavíkur um úthlutun svæðis í Tröllakoti þar sem Húsavíkurrétt er staðsett.
Skipulags- og framkvæmdaráð þarf að taka afstöðu til samningsins og hvort gengið skuli frá honum á þeim forsendum sem þar koma fram.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að gengið verði frá samningi við Fjallskiladeild Húsavíkur á þeim grunni sem fram kemur í fyrirliggjandi samningsdrögum.