Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

6. fundur 28. ágúst 2018 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Sjóvörn undir bökkum.

Málsnúmer 201808068Vakta málsnúmer

Samkvæmt fjárlögum er á dagskrá sjóvörn undir Húsavíkurbökkum, verkið er ríkisstyrkt 7/8 hluta. Vegagerðin óskar eftir staðfestingu á að sveitarfélagið vilji að farið sé í framkvæmdina og staðfestingu á að sveitarfélagið muni standa skil á sínum hluta.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur brýnt að fara í þessar framkvæmdir og leggur til við byggðarráð að farið verði í verkið.

2.Hafnarvog - vigtun á Húsavík.

Málsnúmer 201808081Vakta málsnúmer

Umræða um staðsetningu á hafnarvog á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnarstjóra að gera drög að samningi við PCC um notkun hafnarvogar, eins og kveðið er á um í samningi um fjármögnun og rekstur vogarinnar. Miðað er við að leggja málið aftur fyrir nefndina eftir tvær vikur.

3.Ruslatunnur í Norðurþingi.

Málsnúmer 201807038Vakta málsnúmer

Á 3. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að nauðsynlegum úrbótum varðandi aðgengi að ruslatunnum á áningarstöðum í þéttbýli í sveitarfélaginu. Jafnframt felur ráðið umhverfisstjóra að teikna upp kort af því hvar ruslatunnur eru aðgengilegar í dag og afla upplýsinga um flokkunartunnur fyrir næsta ráðsfund.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur Umhverfisstjóra að koma með tillögu að staðsetningum á ruslatunnum og hafa í huga m.a. hafnarsvæði í Norðurþingi, svæðið í suðurbæ Húsavíkur, bílastæði fyrir húsbíla á Húsavík og bera undir næsta fund ráðsins. Jafnframt að fara í samtal við rekstraraðila um losun rusls.

4.Skýrsla um rusl á Kópaskeri og Raufarhöfn

Málsnúmer 201808049Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur skýrsla frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga um sorp á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur móttekið skýrslu um rusl á Kópaskeri og Raufarhöfn og ákveður að fara í hreinsunarátak í sveitarfélaginu. Umhverfisstjóra er falið að ganga í verkið.

5.Leigusamningur um Tröllakotsrétt

Málsnúmer 201808054Vakta málsnúmer

Fjáreigendafélag Húsavíkur hafa óskað eftir taka á leigu land í kringum Tröllakotsrétt.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki tilbúið að leigja út svæðið á ársgrundvelli og hafnar því fyrirliggjandi samningi.

6.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun

Málsnúmer 201808017Vakta málsnúmer

Á 5. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Lagt fram til kynningar, horft er til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings fagnar áformum um nýja Þjóðgarðastofnun sem ætlað er að styðja við starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða.

Þjóðgarðarnir eru mikilvægur innviður í fjölmörgum samfélögum á landsbyggðunum og leggur ráðið ríka áherslu á að starfsemi stofnunarinnar verði með lögum staðsett á landsbyggðunum.
Ráðið felur formanni að skila inn bókuninni sem athugasemd við drögin.

7.Óleyfisframkvæmdir við Hafnarstétt 13

Málsnúmer 201808057Vakta málsnúmer

Við vettvangsskoðun skipulags- og byggingarfulltrúa föstudaginn 17. ágúst s.l. kom í ljós að hlaðnir veggir umhverfis lóðina að Hafnarstétt 13 ná tugi centímetra út fyrir heimiluð mörk á tvo vegu, norður og austur fyrir lóðina. Heimiluð mörk voru ákvörðuð á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings 21. nóvember 2017 og ítrekuð á fundi sömu nefndar 13. desember 2017. Loks var fyrri afstaða staðfest við bókun skipulags- og framkvæmdaráðs á fundi 3. júlí 2018. Skipulags- og byggingarfulltrúi fór fram á tafarlausa stöðvun framkvæmda við verkið á grundvelli 55. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Síðar kom í ljós að einnig er hafin vinna við vegg vestan lóðarmarka án heimildar. Stefáni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gentle Giants ? Hvalaferða ehf, var gefinn kostur á að tjá sig um framkvæmdirnar sem hann hefur m.a. gert með tölvupóstum til skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 18. ágúst og 22. ágúst s.l. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti málavexti.
Ályktun vegna óleyfisframkvæmda við Flókahús:

Fulltrúar minnihluta í skipulags- og framkvæmdaráði harma að farið var út fyrir heimilað framkvæmdasvæði en hafa að vel ígrunduðu máli ákveðið að leggjast gegn því að frágangi á upphleðsluveggjum við austur- og norðurhlið Flókahúss sé hnikað frá núverandi staðsetningu. Enda þótt það sé ekki almennt vel séð að farið sé út fyrir heimiluð lóðamörk í byggingaframkvæmdum þá hafi komið fram skýr rök í málinu hví umræddir veggir gátu ekki verið reistir innan þeirra marka sem kveðið var á um. Ekki er um aðgangshindranir að ræða umfram það sem heimild kvað á um og því mat undirritaðra að ekki sé ástæða til þess að eyða meiri tíma í umrætt mál.

Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristján Friðrik Sigurðsson


Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs harmar að framkvæmdir hafi farið út fyrir þær heimildir sem gefnar hafa verið og koma skýrlega fram í ítrekuðum bókunum hjá skipulags- og umhverfisnefnd og síðar skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings. Ráðið telur brotin þess eðlis að fullt tilefni sé til þess að skipulags- og byggingarfulltrúi krefjist þess að óleyfisframkvæmdirnar verði fjarlægðar með vísan til 55. gr. og 56. gr. laga um mannvirki.

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Silja Jóhannesdóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson

8.Botnsvatnshringur - Merkingar og aðgengi.

Málsnúmer 201808064Vakta málsnúmer

Hluti af stígnum í kringum Botnsvatn er moldarslóði sem er óheppilegt sérstaklega þegar blautt er á. Það væri gaman að bera í stíginn annaðhvort kurl eða möl og í leiðinni útbúa einhvers konar merki á leiðinni sem gefa til kynna vegalengd.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur umhverfisstjóra að útfæra hugmyndir um göngustíga m.a. Botnsvatnshringinn, viðhald og merkingar við þá. Leggja skal hugmyndir fram fyrir lok október.

9.Hönnun Stangarbakkastígs.

Málsnúmer 201808065Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur hefur sett 20 milljónir í að fara í að grafa upp stíginn og leggja þar safnrör fyrir frárennsli og þannig í leiðinni móta stíginn. Það væri lag að skoða hvort að Norðurþing kæmi að því að fara í hönnun á stígnum og gera hann strax á næsta ári.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í hönnun á stíg frá Búðarárbrú að Yltjörn og leggja fyrir ráðið í september.

10.Skipun framkvæmdaráðs samkvæmt uppbyggingarsamningi um nýtt aðstöðuhús við Katlavöll á Húsavík

Málsnúmer 201808069Vakta málsnúmer

Í 5. grein uppbyggingarsamnings um nýtt aðstöðuhús við Katlavöll á Húsavík er kveðið á um aðilar samkomulagsins skuli mynda svokallað framkvæmdaráð. Ráðið skal skipað fimm aðilum; þremur frá sveitarfélaginu og tveimur frá Golfklúbbnum. Þetta framkvæmdaráð skal stýra uppbyggingu húsnæðisins og innviðum þess og ber ábyrgð á áætlunum og framgangi verksins. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga sveitarstjóra þess efnis að Gunnar Hrafn Gunnarsson, Ketill Árnason og Drífa Valdimarsdóttir skipi sæti Norðurþings og Gunnlaugur Stefánsson og Karl Hannes Sigurðsson f.h. Golfklúbbs Húsavíkur
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn.
Þórir Gunnarsson sat fundinn undir liðum 1-7.

Fundi slitið - kl. 16:00.