Fara í efni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun

Málsnúmer 201808017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti óskar eftir umsögnum um frumvarp um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Samhliða er kallað eftir tillögum að nafni á hina nýju stofnun.
Lagt fram til kynningar, horft er til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 6. fundur - 28.08.2018

Á 5. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Lagt fram til kynningar, horft er til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings fagnar áformum um nýja Þjóðgarðastofnun sem ætlað er að styðja við starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða.

Þjóðgarðarnir eru mikilvægur innviður í fjölmörgum samfélögum á landsbyggðunum og leggur ráðið ríka áherslu á að starfsemi stofnunarinnar verði með lögum staðsett á landsbyggðunum.
Ráðið felur formanni að skila inn bókuninni sem athugasemd við drögin.