Fara í efni

Skipun framkvæmdaráðs samkvæmt uppbyggingarsamningi um nýtt aðstöðuhús við Katlavöll á Húsavík

Málsnúmer 201808069

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 6. fundur - 28.08.2018

Í 5. grein uppbyggingarsamnings um nýtt aðstöðuhús við Katlavöll á Húsavík er kveðið á um aðilar samkomulagsins skuli mynda svokallað framkvæmdaráð. Ráðið skal skipað fimm aðilum; þremur frá sveitarfélaginu og tveimur frá Golfklúbbnum. Þetta framkvæmdaráð skal stýra uppbyggingu húsnæðisins og innviðum þess og ber ábyrgð á áætlunum og framgangi verksins. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga sveitarstjóra þess efnis að Gunnar Hrafn Gunnarsson, Ketill Árnason og Drífa Valdimarsdóttir skipi sæti Norðurþings og Gunnlaugur Stefánsson og Karl Hannes Sigurðsson f.h. Golfklúbbs Húsavíkur
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.