Fara í efni

Sjóvörn undir bökkum.

Málsnúmer 201808068

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 6. fundur - 28.08.2018

Samkvæmt fjárlögum er á dagskrá sjóvörn undir Húsavíkurbökkum, verkið er ríkisstyrkt 7/8 hluta. Vegagerðin óskar eftir staðfestingu á að sveitarfélagið vilji að farið sé í framkvæmdina og staðfestingu á að sveitarfélagið muni standa skil á sínum hluta.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur brýnt að fara í þessar framkvæmdir og leggur til við byggðarráð að farið verði í verkið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 16. fundur - 27.11.2018

Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnar undir sjávarbökkum sunnan hafnar. Um er að ræða endurbyggingu og styrkingu sjóvarnar á um 370 m löngum kafla og reiknað með að sækja þurfi um 4.200 m3 af grjóti og kjarna í efnisnámur. Sjóvarnirnar voru settar inn í samgönguáætlun að ósk Norðurþings.

Vegagerðin óskar formlegrar umfjöllunar um eftirfarandi:
1. Óskað er heimildar til að fara í framkvæmdina.
2. Óskað er heimildar til að vinna allt að 5.000 m3 af grjóti og kjarna í Katlanámu.
3. Óskað er heimildar til að vinna allt að 5.000 m3 af grjóti og kjarna í námu við Hlíðarhorn á Tjörnesi.
1. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fyrirhuguð sjóvörn sé í samræmi við ákvæði aðalskipulags Norðurþings og heimilar því framkvæmdina.

2. Katlanáma er efnistökusvæði E2 skv. aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar efnistöku, allt að 5.000 m3 í námunni vegna sjóvarnanna, enda verði efnistaka unnin í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa sveitarfélagsins.

3. Hlíðarhorn á Tjörnesi er í Tjörneshreppi og þar með er Norðurþing ekki í stöðu til að veita heimild til efnisvinnslu í þeirri námu.