Fara í efni

Leiðrétting taxta útseldrar vinnu þjónustumiðstöðva

Málsnúmer 201808002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018

Vegna niðurskurðar fjármagns til reksturs þjónustumiðstöðvar á Húsavík á síðasta rekstrarári, var farið í greiningarvinnu á rekstri einingarinnar og reynt að finna tækifæri til hagræðingar.
Gerð var úttekt á mannafla, húsnæði, tækjakosti, bílaflota ásamt taxta útseldrar vinnu m.t.t. þess sem gengur og gerist á almennum markaði og hjá öðrum sveitarfélögum.
Sú greining leiddi m.a. í ljós að taxti útseldrar vinnu þjónustumiðstöðva Norðurþings er langt undir því sem almennt gerist og umtalsvert lægri en hjá öðrum sveitarfélögum.
Fastráðnum starfsmönnum á Húsavík hefur verið fækkað úr 8 í 5 á einu ári og er fjöldi þeirra kominn niður að sársaukamörkum ef sinna á þeim verkefnum sem til er ætlast, en það verður aðeins gert með því að mæta fækkuninni með tækjum sem gera færri höndum kleift að sinna fyrirliggjandi verkefnum.
Samspil þess sem að ofan er talið gerir það að verkum að reksturinn verður þyngri en hann þyrfti að vera og fjármagni er síður varið til þeirra verkefna sem æskilegt væri.
Óskað er eftir samþykki skipulags- og framkvæmdaráðs til 50% hækkunar á taxta útseldrar vinnu þjónustumiðstöðva NÞ og að tímagjald véla og tækja verði tekið til endurskoðunar í samráði við aðrar deildir sveitarfélagsins.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að útbúa tillögu að gjaldskrá og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 7. fundur - 04.09.2018

Fyrir liggur tillaga að breyttri gjaldskrá þjónustumiðstöðva í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 84. fundur - 18.09.2018

Á 7. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu.
Til máls tóku: Bergur, Silja, Guðbjartur og Kristján.

Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu:

Heiti málsins verði breytt í málakerfi Norðurþings að nýtt heiti verði ,,Gjaldskrárbreyting taxta útseldrar vinnu þjónustumiðstöðva".

Tillaga Bergs er samþykkt samhljóða.


Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Bylgju, Helenu, Hrundar, Kristjáns, Óla, Silju og Örlygs.

Bergur og Guðbjartur sitja hjá.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 15. fundur - 13.11.2018

Til kynningar er gjaldskrá þjónustumiðstöðva í Norðurþingi eftir áður samþykkta breytingu.
Lagt fram til kynningar.