Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

15. fundur 13. nóvember 2018 kl. 13:30 - 16:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Kristján Þór Magnússon Gestur
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir Þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri sat fundinn undir lið 1.
Sigtryggur Klemensson frá Verkís sat fundinn undir lið 1.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 2-3.
Ketill Gauti Árnason verkefnisstjóri sat fundinn undir lið 8.
Garðar Garðarsson lögfræðingur sat fundinn undir lið 13, í síma.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 1-8 og 13.

1.Gatnagerð á Höfða. Drög að uppgjöri.

Málsnúmer 201811057Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar greinargerð um framvindu og kostnað vegna verkefnis sem snýr að gatnagerð á Höfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir greinargerðina og ljóst er að kostnaður fór talsvert fram úr fjárhagsáætlun 2018. Framúrkeyrsla verksins er að stórum hluta kostnaður sem fallið hefði til í næsta verkhluta og því er ekki að öllu leyti sokkinn kostnað að ræða. Ýmsan lærdóm má draga af þessari framkvæmd. Næstu skref eru að bæta og efla eftirlit, samhæfingu og samstarf skipulags- og framkvæmdaráðs og starfsmanna Norðurþings. Nýjum starfsmanni á sviðinu mun m.a. vera ætlað að sinna verkeftirliti í verkum á vegum Norðurþings í samráði við sviðsstjóra og ráðið sjálft.

Örlygur Hnefill vék af fundi undir þessum lið. Kristinn Jóhann sat fundinn undir lið 1 í stað Örlygs.

2.Umhverfisstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Umhverfisstefna hefur til þessa ekki verið til fyrir sveitarfélagið Norðurþing og því mikilvægt að koma vinnu við slíka stefnu af stað. Umhverfisstefnan þarf að miða að því að setja fram metnaðarfulla sýn til næstu ára á sviði umhverfismála í Norðurþingi, auka lífsgæði og skapa um leið jákvæðari ímynd fyrir sveitarfélagið.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar því að farið er af stað í þessa stefnumótandi vinnu. Ráðið leggur áherslu á að ráðið og umhverfisstjóri verði dregin að borðinu og að aðilar frá Náttúrustofu Norðausturlands mæti á næsta fund ráðsins.

Hjálmar Bogi óskað bókað:
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Norðurþings var því hafnað af meirihluta sveitarstjórnar að vísa vinnu við umhverfisstefnu í skipulags- og framkvæmdaráð. Hvert er hlutverk þeirrar nefndar sem fer með umhverfismál hjá sveitarfélaginu?

3.Gjaldskrá sorphirðu 2019.

Málsnúmer 201810125Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja forsendur vegna vinnu við gjaldskrá sorphirðu 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi forsendur.

4.Skipulag þjónustu- og sölureita á Hafnarsvæðinu.

Málsnúmer 201811056Vakta málsnúmer

Í gildandi deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Norðurþings er gert ráð fyrir litlum þjónustuhúsum á stöðuleyfum við flotbryggjur við Hafnarstétt. Sunnan Helguskúrs er á sama hátt gert ráð fyrir allt að 8 smáhýsum til torgsölu. Ekki hefur verið útbúin fullnægjandi aðstaða til uppbyggingar torgsöluhúsa sunnan Helguskúrs og þar eru ekki komnar rafmagns-, vatns- og fráveitutengingar. Nokkur óánægja varð vegna staðsetningar þjónustuhúsa við flotbryggjur s.l. sumar.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki heppilegt að heimila þjónustuhús við flotbryggjur á komandi sumri líkt og deiliskipulag heimilar. Helgast það af útlitslegum sjónarmiðum, sem og þeim umkvörtunum sem bárust vegna þeirra húsa sem staðsett voru á reitunum sumarið 2018. Ráðið hyggst því ekki heimila stöðuleyfi fyrir þjónustuhúsum við flotbryggjurnar næsta sumar, en til lengri tíma verði afstaða til þjónustuhúsanna tekin við endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins.

5.Nýr löndunarkrani á Raufarhöfn

Málsnúmer 201603023Vakta málsnúmer

Staðið hefur til um nokkurt skeið að staðsetja annan löndunarkrana á Raufarhöfn.
Talsverð löndunarbið hefur myndast yfir vertíðar sem orðið hefur til þess að aðkomubátar sem landað hafa á Raufarhöfn hafa leitað frekar á nærliggjandi hafnir til löndunar. Að auki er núverandi krani komin til ára sinna og er orðin viðhaldsfrekari með árunum. Til stóð að kaupa nýjan krana en nú er komin upp sú hugmynd að færa nýjasta kranann á Húsavíkurhöfn til Raufarhafnar.
Umræddur krani hefur lítið verið nýttur af sjómönnum á Húsavík og bátum hefur frekar farið fækkandi þar.
Kraninn er í mjög góðu standi enda lítið notaður.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir flutning á krananum til Raufarhafnar.

6.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2018

Málsnúmer 201801115Vakta málsnúmer

Fundargerð nr. 407 frá Hafnasambandi Íslands, lögð fram til kynningar.
Fundargerð nr. 407 lögð fram til kynningar.

7.Flutningur aðstöðu Slökkviliðs Norðurþings úr Bakkagötu 4 í Bakkagötu 12, Kópaskeri

Málsnúmer 201809097Vakta málsnúmer

Fyrir liggur hugmynd til hagræðingar á rekstri bæði slökkviliðs og þjónustumiðstöðvar Norðurþings með sameiningu þessara tveggja eininga undir sama þaki að Bakkagötu 12 á Kópaskeri.
Væntanlegur kaupandi slökkvistöðvar er tilbúinn til þess að leggja fram vinnu og efni við nauðsynlegar breytingar á þjónustumiðstöð svo hægt verði að hýsa slökkviliðið á staðnum.
Taka þarf afstöðu til þess hvort halda eigi áfram með verkefnið á þessum forsendum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að klára málið á þeim forsendum sem koma fram í inngangi og leggja fyrir ráðið drög að samningi til samþykktar.

8.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut

Málsnúmer 201611099Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála á uppsetningu vatnsrennibrautar.
Fyrir skipulags og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun frá Verkís um hönnun á svæðinu í kringum vatnsrennibrautina. Nefndin þarf að taka afstöðu til þess hvort fara eigi í þessa hönnun eða ekki.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við Verkís samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.

9.Afsláttur af gatnagerðagjöldum í Norðurþingi.

Málsnúmer 201807070Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 17. júlí s.l. var gerð tillaga til byggðarráðs um tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum fyrir tilteknar íbúðarhúsalóðir í Norðurþingi. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir að lítið hefur verið spurt um þessar tilteknu lóðir síðan afsláttur var ákveðinn. Sérstaklega gerði byggingarfulltrúi grein fyrir að lóðir að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 hafa verið boðnar á afslætti til langs tíma. Þessar tvær lóðir eru erfiðari en aðrar af tilteknum lóðum þar sem innan þeirra er umtalsverður hæðarmunur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðirnar að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 verði boðnar á 100% afslætti gatnagerðargjalda gegn því skilyrði að fokheldi nýbygginga á lóðunum verði náð eigi síðar en 31. desember 2021.

10.Óskir barna í 2. og 3. bekk um nýtt dót á lóð Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201811032Vakta málsnúmer

Nemendur í Borgarhólsskóla í 2. og 3. hafa sent inn óskir um meira ný leiktæki inn á skólalóðina.
Skipulags- og framkvæmdráð þakkar nemendum 2. og 3. bekkjar Borgarhólsskóla erindið og í samræmi við bókun 3. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs 10. júlí 2018 verður ærslabelgur settur upp á lóð Borgarhólsskóla árið 2019. Einnig verður skoðaður möguleikinn á að fjárfesta í pannavelli. Ráðið hvetur nemendur til að vera vakandi áfram fyrir umbótum og senda erindi.

11.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Heiðargerði 5

Málsnúmer 201811030Vakta málsnúmer

Gunnar Jónsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir bílskúr að Heiðargerði 5. Fyrirhuguð bygging er 54,3 m² að flatarmáli, steinsteypt og klædd múr. Staðsetning bílskúrs er til samræmis við upprunalegar aðalteikningar húss, að lóðarmörkum við Heiðargerði 9 og Háagerði 4. Teikningar eru unnar af Erni Sigurðssyni, byggingartæknifræðingi. Meðfylgjandi umsókn er undirritað samþykki nágranna í Háagerði, Melgerði og Heiðargerði.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaða byggingu til samræmis við upprunaleg áform um notkun lóðarinnar. Ráðið telur einnig að framlögð grenndarkynning sé fullnægjandi. Nefndin heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir bílgeymslunni þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

Hjálmar Bogi vék af fundi við afgreiðslu erindis.

12.Gjaldskrárbreyting taxta útseldrar vinnu þjónustumiðstöðva

Málsnúmer 201808002Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá þjónustumiðstöðva í Norðurþingi eftir áður samþykkta breytingu.
Lagt fram til kynningar.

13.Ósk um framlengingu á leyfum fyrir vinnubúðum á Dvergabakka

Málsnúmer 201811058Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 12. nóvember 2018 óskar PCC BakkiSilicon hf eftir framlengingu á leyfum fyrir öllum núverandi vinnubúðum að Dvergabakka til loka júlí 2019. Ennfremur er þess óskað að áður samþykkt leyfi fyrir gistiskálum til ársloka 2021 verði flutt af skálum merktum C og D yfir á skála K, J og X.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að hús merkt B, C, D, E, F, G, H, I, M, L og Z fái að standa áfram til 30. júlí 2019. Ennfremur samþykkir ráðið að hús merkt K, J og X fái að standa til ársloka 2021 í stað leyfa fyrir C og D skála sem áður voru veitt. Verði búðirnar ekki fjarlægðar fyrir tilsettan tíma, verði dagsektum beitt, 75.000 kr. á dag.

Fundi slitið - kl. 16:40.