Fara í efni

Skipulag þjónustu- og sölureita á Hafnarsvæðinu.

Málsnúmer 201811056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 15. fundur - 13.11.2018

Í gildandi deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Norðurþings er gert ráð fyrir litlum þjónustuhúsum á stöðuleyfum við flotbryggjur við Hafnarstétt. Sunnan Helguskúrs er á sama hátt gert ráð fyrir allt að 8 smáhýsum til torgsölu. Ekki hefur verið útbúin fullnægjandi aðstaða til uppbyggingar torgsöluhúsa sunnan Helguskúrs og þar eru ekki komnar rafmagns-, vatns- og fráveitutengingar. Nokkur óánægja varð vegna staðsetningar þjónustuhúsa við flotbryggjur s.l. sumar.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki heppilegt að heimila þjónustuhús við flotbryggjur á komandi sumri líkt og deiliskipulag heimilar. Helgast það af útlitslegum sjónarmiðum, sem og þeim umkvörtunum sem bárust vegna þeirra húsa sem staðsett voru á reitunum sumarið 2018. Ráðið hyggst því ekki heimila stöðuleyfi fyrir þjónustuhúsum við flotbryggjurnar næsta sumar, en til lengri tíma verði afstaða til þjónustuhúsanna tekin við endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins.