Fara í efni

Óskir barna í 2. og 3. bekk um nýtt dót á lóð Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201811032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 15. fundur - 13.11.2018

Nemendur í Borgarhólsskóla í 2. og 3. hafa sent inn óskir um meira ný leiktæki inn á skólalóðina.
Skipulags- og framkvæmdráð þakkar nemendum 2. og 3. bekkjar Borgarhólsskóla erindið og í samræmi við bókun 3. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs 10. júlí 2018 verður ærslabelgur settur upp á lóð Borgarhólsskóla árið 2019. Einnig verður skoðaður möguleikinn á að fjárfesta í pannavelli. Ráðið hvetur nemendur til að vera vakandi áfram fyrir umbótum og senda erindi.