Fara í efni

Raufarhöfn Viðhald og búnaður

Málsnúmer 201603023

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 1. fundur - 08.03.2016

Á Raufarhöfn er einungis staðsettur einn löndunarkrani. Þar er farin að myndast talsverð löndunarbið en ríflega 20 bátar landa að staðaldri á við höfnina. Núverandi löndunarkrani er farinn að láta á sjá og þarfnast viðhalds en erfitt hefur reynst að viðhalda krananum þar sem notkun er orðin nokkuð stöðug yfir árið.
Hafnanefnd samþykkir uppsetningu á löndunarkrana á Raufarhöfn.
Rekstrarstjóra hafna er falið að undirbúa málið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 15. fundur - 13.11.2018

Staðið hefur til um nokkurt skeið að staðsetja annan löndunarkrana á Raufarhöfn.
Talsverð löndunarbið hefur myndast yfir vertíðar sem orðið hefur til þess að aðkomubátar sem landað hafa á Raufarhöfn hafa leitað frekar á nærliggjandi hafnir til löndunar. Að auki er núverandi krani komin til ára sinna og er orðin viðhaldsfrekari með árunum. Til stóð að kaupa nýjan krana en nú er komin upp sú hugmynd að færa nýjasta kranann á Húsavíkurhöfn til Raufarhafnar.
Umræddur krani hefur lítið verið nýttur af sjómönnum á Húsavík og bátum hefur frekar farið fækkandi þar.
Kraninn er í mjög góðu standi enda lítið notaður.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir flutning á krananum til Raufarhafnar.