Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Heiðargerði 5

Málsnúmer 201811030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 15. fundur - 13.11.2018

Gunnar Jónsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir bílskúr að Heiðargerði 5. Fyrirhuguð bygging er 54,3 m² að flatarmáli, steinsteypt og klædd múr. Staðsetning bílskúrs er til samræmis við upprunalegar aðalteikningar húss, að lóðarmörkum við Heiðargerði 9 og Háagerði 4. Teikningar eru unnar af Erni Sigurðssyni, byggingartæknifræðingi. Meðfylgjandi umsókn er undirritað samþykki nágranna í Háagerði, Melgerði og Heiðargerði.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaða byggingu til samræmis við upprunaleg áform um notkun lóðarinnar. Ráðið telur einnig að framlögð grenndarkynning sé fullnægjandi. Nefndin heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir bílgeymslunni þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

Hjálmar Bogi vék af fundi við afgreiðslu erindis.