Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

12. fundur 16. október 2018 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesdóttir varamaður
  • Gísli Þór Briem varamaður
  • Kristinn Jóhann Lund varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Gaukur Hjartarson byggingar- og skipulagsfulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri sat fundinn undir liðum 1-2 og 4-6.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir 1-3.

1.Breyting á deiliskipulagi Útgarðs

Málsnúmer 201808025Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á tillögu að breytingu deiliskipulags lóðarinnar að Útgarði 4. Athugasemdir bárust frá Félagi eldri borgara á Húsavik sem studdar eru undirritunum 80 félaga.

Athugasemdir eru settar fram í þremur tölusettum liðum:

1. Félagið telur algerlega óviðunandi að lækka aldursviðmið íbúa í 55 ár, og vilja að áfram verði viðmiðið "eldri borgarar" eins og gildandi deiliskipulag gengur út frá. Umræða í þjóðfélaginu nú liggur frekar í að hækka viðmiðunaraldur eldriborgara en lækka.

2. Félagið telur verulega annmarka á að heimila háhýsi svo nærri Pálsgarði og að húsið muni þrengja of mikið að SA-horni lóðarinnar. Það muni valda óhagræði í gönguleiðum og þrengja með óásættanlegum hætti sjónarhorn umferðar á fjölförnum gatnamótum. Ennfremur muni staðsetning húss gera snjómokstur og geymslu á snjó mun erfiðari en ef byggingarreit er haldið óbreyttum frá gildandi deiliskipulagi.

3. Félagið telur varhugavert að selja bílakjallara undan núverandi fjölbýlishúsi við Útgarð til einkaaðila.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir.

1. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að ekki hafi komið fram í bréfi Félags eldri borgara rökstuðningur fyrir því af hverju sé óviðunandi að breyta aldursviðmiði í 55 ár. Ráðið leggur því til að breytingin standi eins og hún var kynnt.

2. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur ekki undir sjónarmið Félags eldri borgara um að þriggja hæða hús þrjá metra frá götunni Pálsgarði þrengi að gatnamótum Auðbrekku og Pálsgarðs, enda eru þau í meira en 20 m fjarlægð frá húsinu. Ráðið telur einnig að skipulagsbreytingin muni hafa óveruleg áhrif á gönguleiðir og snjómokstur. Ráðið leggur því til að byggingarreit verði breytt til samræmis við þær hugmyndir sem kynntar voru.

3. Skipulags- og framkvæmdaráð telur sölu á bílakjallara óviðkomandi ákvæðum deiliskipulags og tekur því ekki afstöðu til þessa liðar.


Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.

2.Fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2019

Málsnúmer 201810067Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til umræðu fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2019.
Drög að rekstraráætlun framkvæmdasviðs 2019 var lögð fram til kynningar.

3.Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2019.

Málsnúmer 201809162Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til umræðu framkvæmdaráætlun framkvæmdasviðs 2019.
Drög að framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs lögð til kynningar og umræðu.

4.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2019

Málsnúmer 201810046Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til umræðu og samþykktar gjaldskrá hafna Norðurþings 2019.
Gjaldskrá hafna Norðurþings lögð fram til kynningar og umræðu.

5.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201810047Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til umræðu fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2019.
Drög að fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2019 lögð fram til kynningar og umræðu.

6.Framkvæmdaáætlun hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201810048Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til umræðu framkvæmdaráætlun hafnasjóðs 2019.
Drög að framkvæmdaráætlun hafnasjóðs 2019 lögð fram til kynningar og umræðu.

Fundi slitið - kl. 15:30.