Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

95. fundur 17. september 2019 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
 • Óli Halldórsson Forseti
 • Birna Ásgeirsdóttir 1. varamaður
 • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
 • Benóný Valur Jakobsson 1. varamaður
Starfsmenn
 • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
 • Bergþóra Höskuldsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Bergþóra Höskuldsdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var Tryggva Jóhannssonar minnst;

Fallinn er frá Tryggvi Jóhannsson fyrrum starfsmaður Norðurþings og fulltrúi í sveitarstjórn.

Tryggvi var fæddur 10. apríl 1949 og var ráðinn til starfa á skrifstofu þáverandi Húsavíkurbæjar þann 1. nóvember 1974.
Á starfsævinni tók Tryggvi að sér margvísleg ábyrgðarstörf á vettvangi sveitarfélagsins, bæði í hlutverki kjörins sveitarstjórnarmanns og einnig sem starfsmaður og yfirmaður í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Það var fyrir aldarfjórðungi sem Tryggvi var fyrst kjörinn í sveitarstjórn Húsavíkurbæjar og sat í kjölfarið í sveitarstjórn fram yfir sveitarstjórnarkosningar árið 2006.
Á starfstíma Tryggva sem sveitarstjórnarmaður gengdi hann margvíslegum hlutverkum fyrir sveitarfélagið Norðurþing eins og setu í bæjarráði, setu og forystu í nefndum og stjórnum á vettvangi sveitarfélagsins og samstarfsaðila þess. Tryggvi var kjörinn forseti bæjarstjórnar eftr kosningar 2002 en hann lét síðar af störfum sem kjörinn fulltrúi til að sinna starfi sviðsstjóra á framkvæmda- og þjónustusviði sveitarfélagsins.

Tryggvi lét af störfum hjá Norðurþingi og fór á eftirlaun árið 2018.

Trggvi Jóhannsson er meðal þeirra sem sem mikinn svip hefur sett á sveitarfélagið Norðurþing og forvera þess, Húsavíkurbæ og fyrir hönd sveitarstjórnar Norðurþings vil ég votta Tryggva virðingu með þakklæti fyrir öll þau störf sem hann hefur sinnt fyrir sveitarfélagið á liðnum árum.
Fjölskyldu og aðstandendum Tryggva sendi ég dýpstu samúðarkveðjur.

Sveitarstjórn Norðurþings reis úr sætum og minntist Tryggva Jóhannssonar.

1.Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Málsnúmer 201909050Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 21. júní 2019 voru lögð fram drög að yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem lögð var fram á stofnfundi 19. júní 2019. Eftirfarandi var bókað og samþykkt: „Stjórn sambandsins lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan fund um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvetur sveitarfélög til að samþykkja yfirlýsinguna sem fundurinn samþykkti og send verður öllum sveitarfélögum.“
Til máls tók; Kristján Þór Magnússon.

Tillagan hljóðar svo:

Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðasvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðasvettvanginum.

Samþykkt samhljóða.

2.Hjálmar Bogi Hafliðason leggur til að haldin verði fjölmenningarhátíð á Húsavík á vordögum 2020

Málsnúmer 201909052Vakta málsnúmer

Undirritaður leggur til að haldin verði fjölmenningarhátíð á Húsavík á vordögum 2020. Jafnframt leggur undirritaður til að málinu verði vísað til Fjölskylduráð til úrvinnslu. Undirritaður leggur á það áherslu að fólk af erlendum uppruna eða nýjir íbúar verði hafðir með í ráðum við skipulagninu hátíðarinnar. Sömuleiðis að haft verði samráð við hin ýmsu samtök s.s Rauða krossinn.
Greinargerð:
Á Íslandi er einn af hverjum tíu af erlendum uppruna. Í Borgarhólsskóla á Húsavík er tæplega einn af hverjum tíu nemendum af erlendum uppruna eða með íslensku sem annað tungumál. Við búum í fjölþjóðlegu samfélagi þar sem ólíkir menningarstraumar og tungumál féttast saman.
Til að draga úr fordómum og stuðla að velsæld allra sem hér kjósa að búa þarf að gera framandi menningu hátt undir höfði. Við fjárhagsáætlunargerð 2020 verði viðburðinn hafður sérstaklega í huga.

Til máls tóku; Hjálmar Bogi Hafliðason, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Óli Halldórsson og Kristján Þór Magnússon.

Helena Eydís leggur fram eftirfarandi breytingartillögu við tillögu Hjálmars Boga; Legg til að fjölskyldurráð útfæri dagskrá fjölmenningarhátíðar í samstarfi við fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins og að ráðið geri ráð fyrir fjármagni vegna viðburða tengdum fjölmenningu við gerð fjárhagsætlunar sviðsins.
Tillaga Helenu borin undir atkvæði; samþykkt samhljóða
Tillaga Hjálmars Boga borin undir atkvæði; samþykkt samhljóða

3.Hjálmar Bogi Hafliðason leggur til að skipuð verði afmælisnefnd til að skipuleggja 70 ára afmæli Húsavíkur árið 2020

Málsnúmer 201909053Vakta málsnúmer

Þannig er að Húsavíkurkaupstaður fagnar því árið 2020 að 70 ár eru liðin frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi.
Hægt er að fagna þessum tímamótum þann 17. júní og sá dagur verði hinn glæsilegasti. Dagurinn verði hinsvegar undirbúinn í samstarfi við skóla og félagasamtök.
Jafnframt er hægt að hugsa sér aðra minni viðburði yfir árið. Við fjárhagsáætlunargerð 2020 verði viðburðinn hafður sérstaklega í huga.
Til máls tóku;
Hjálmar Bogi Hafliðason, Óli Halldórsson, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Bergur Elías Ágústsson og Kristján Þór Magnússon.

Tillagan samþykkt samhljóða.

4.Tillaga að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík

Málsnúmer 201902055Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum í febrúar að hefja undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar & ungmennahúss á Húsavík. Í greinargerð með tillögunni kom fram að verkefnið væri samstarfsverki fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs. Jafnframt kom fram í greinargerðinni að undirbúningur tæki mið af sjónarmiðum þeirra sem kæmu til með að nýta sér þjónustuna. Minnihluti í sveitarstjórn lagði til á fundi þann 18. júní síðastliðinn að málið yrði tekið upp í Ungmennaráði Norðurþings og sömuleiðis vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 og var tillagan samþykkt samhljóða.
Tíl máls tóku;
Hjálmar Bogi Hafliðason og Helena Eydís Ingólfsdóttir.

5.Listamaður Norðurþings

Málsnúmer 201909054Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar þann 19. mars 2019 var samþykkt tillaga fulltrúa B-lista, Framsóknarflokks að Norðurþing útnefni árlega listamann sveitarfélagsins.
Til máls tóku;
Hjálmar Bogi Hafliðason, Kristján Þór Magnússon, Óli Halldórsson og Bergur Elías Ágústsson.

6.Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2019.

Málsnúmer 201809162Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason bað um að þetta mál af 43. fundi skipulags- og framkvæmdasviðs yrði sérstaklega tekið til umræðu.
Til máls tóku;
Hjálmar Bogi Hafliðason, Kristján Þór Magnússon, Bergur Elías Ágústsson og Óli Halldórsson.

Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun;

Í framkvæmdaáætlun fyrir árið 2019 var gert ráð fyrir framkvæmdum við Reykjaheiðarveg á Húsavík. Það stefnir í framúrkeyrslu við framkvæmdaáætlun 2019 og framkvæmdafé fyrir árið 2019 dugar ekki fyrir framkvæmdum. Útboðsgögn liggja ekki fyrir né áhættumat vegna framkvæmdarinnar við Reykjaheiðarveg. Ef hefja á framkvæmdir þarf að greina framkvæmdaáætlun ársins í ár og sækja um viðauka við fjárhagsáætlun.

Bergur Elías Ágústsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason

Óli Halldórsson leggur fram eftirfarandi bókun;
Minnihlutanum er tíðrætt um Reykjaheiðarveg og þá ákvörðun að bjóða verkið þegar út og ljúka við það á komandi ári. Ég vil lýsa sérstakri ánægju með að loks hafi Norðurþing samþykkt að ganga til framkvæmda og ljúka við Reykjaheiðarveg. Lýsi jafnframt fullri þátttöku í og ábyrgð á þeirri meintu óráðsíu sem framkvæmd þessari fylgir.

Óli Halldórsson.7.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Skv. samþykktum Norðurþings skal skipa á ný í hverfisráð á 2ja ára fresti. Lagt er til að eftirtaldir einstaklingar sitji í hverfisráðum 2019 - 2021;

Hverfisráð Raufarhafnar:
Aðalmenn:
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir
Kristjana Bergsdóttir
Kristinn Hrannar Hjaltason

Varamenn:
Elva Björk Óskarsdóttir
Bergdís Jóhannsdóttir
Ragnar Tómasson

Hverfisráð Öxarfjarðar:
Aðalmenn
Kristín Eva Benediktsdóttir, Þverá 2, Öxarfirði.
Tryggvi Hrafn Sigurðsson, Birkifelli, 671 Kópaskeri.
Guðfinna Ragna Sigurbjörnsdóttir, Duggugerði 3, 670 Kópaskseri.

Varamenn
Vigdís Sigvarðardóttir, Víðilundi, 671 Kópasker.
Halldís Gríma Halldórsdóttir, Katastöðum, 671 Kópasker.
Kristján Ingi Jónsson, Daðastöðum, 671 Kópaskeri.

Hverfisráð Kelduhverfis;
Aðalmenn:
Guðmundur Ögmundsson, Ási
Sigrún Björg Víkingur, Austurgarði
Jóhannes Guðmundsson, Fjöllum 2

Varamenn:
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, Víkingavatni 1
Guðríður Baldvinsdóttir, Lóni 2

Hverfisráð Reykjahverfis;
Aðalmenn
María Svanþrúður, Hrísateigi 4, 641 Húsavík.
Guðrún Sædís Harðardóttir, Skarðaborg, 641 Húsavík.
Hilmar Kári Þráinsson, Litlu Reykjum, 641 Húsavík.

Varamenn
Rúnar Óskarsson, Hrísateig, 641 Húsavík.
Sif Jónsdóttir, Laxamýri, 641 Húsavík.
Til máls tók;
Kristján Þór Magnússon.

Samþykkt samhljóða.

8.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.

9.Fjölskylduráð - 40

Málsnúmer 1908007FVakta málsnúmer

Til máls tók;
Óli Halldórsson

10.Fjölskylduráð - 41

Málsnúmer 1909002FVakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið nr. 5; Hjálmar Bogi Hafliðason, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Óli Halldórsson, Hafrún Olgeirsdóttir og Kristján Þór Magnússon.

11.Skipulags- og framkvæmdaráð - 42

12.Skipulags- og framkvæmdaráð - 43

Málsnúmer 1909001FVakta málsnúmer

Til máls tók undir lið 3.; Helena Eydís Ingólfsdóttir.
Til máls tók undir lið 6; Hjálmar Bogi Hafliðason og Kristján Þór Magnússon.

13.Byggðarráð Norðurþings - 300

14.Byggðarráð Norðurþings - 301

Fundi slitið - kl. 18:15.