Fara í efni

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur til að haldin verði fjölmenningarhátíð á Húsavík á vordögum 2020

Málsnúmer 201909052

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 95. fundur - 17.09.2019

Undirritaður leggur til að haldin verði fjölmenningarhátíð á Húsavík á vordögum 2020. Jafnframt leggur undirritaður til að málinu verði vísað til Fjölskylduráð til úrvinnslu. Undirritaður leggur á það áherslu að fólk af erlendum uppruna eða nýjir íbúar verði hafðir með í ráðum við skipulagninu hátíðarinnar. Sömuleiðis að haft verði samráð við hin ýmsu samtök s.s Rauða krossinn.
Greinargerð:
Á Íslandi er einn af hverjum tíu af erlendum uppruna. Í Borgarhólsskóla á Húsavík er tæplega einn af hverjum tíu nemendum af erlendum uppruna eða með íslensku sem annað tungumál. Við búum í fjölþjóðlegu samfélagi þar sem ólíkir menningarstraumar og tungumál féttast saman.
Til að draga úr fordómum og stuðla að velsæld allra sem hér kjósa að búa þarf að gera framandi menningu hátt undir höfði. Við fjárhagsáætlunargerð 2020 verði viðburðinn hafður sérstaklega í huga.

Til máls tóku; Hjálmar Bogi Hafliðason, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Óli Halldórsson og Kristján Þór Magnússon.

Helena Eydís leggur fram eftirfarandi breytingartillögu við tillögu Hjálmars Boga; Legg til að fjölskyldurráð útfæri dagskrá fjölmenningarhátíðar í samstarfi við fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins og að ráðið geri ráð fyrir fjármagni vegna viðburða tengdum fjölmenningu við gerð fjárhagsætlunar sviðsins.
Tillaga Helenu borin undir atkvæði; samþykkt samhljóða
Tillaga Hjálmars Boga borin undir atkvæði; samþykkt samhljóða

Fjölskylduráð - 59. fundur - 30.03.2020

Fjölmenningarfulltrúi óskar eftir umræðu um Fjölmenningarhátíð í Norðurþingi á vordögum 2020
Í ljósi aðstæðna sér fjölskylduráð Norðurþings ekki annað fært en að fella niður fjölmenningarhátið sem fyrirhuguð var nú á vordögum.
Málið verður tekið til endurskoðunar í haust.