Fara í efni

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur til að skipuð verði afmælisnefnd til að skipuleggja 70 ára afmæli Húsavíkur árið 2020

Málsnúmer 201909053

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 95. fundur - 17.09.2019

Þannig er að Húsavíkurkaupstaður fagnar því árið 2020 að 70 ár eru liðin frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi.
Hægt er að fagna þessum tímamótum þann 17. júní og sá dagur verði hinn glæsilegasti. Dagurinn verði hinsvegar undirbúinn í samstarfi við skóla og félagasamtök.
Jafnframt er hægt að hugsa sér aðra minni viðburði yfir árið. Við fjárhagsáætlunargerð 2020 verði viðburðinn hafður sérstaklega í huga.
Til máls tóku;
Hjálmar Bogi Hafliðason, Óli Halldórsson, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Bergur Elías Ágústsson og Kristján Þór Magnússon.

Tillagan samþykkt samhljóða.