Fara í efni

Skútaberg ehf. óskar stöðuleyfis fyrir vinnubúðaeiningar á Dvergabakka.

Málsnúmer 201810108

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 13. fundur - 23.10.2018

Skútaberg ehf óskar eftir framlengingu leyfa fyrir vinnubúðum á Dvergabakka eftir að núverandi leyfi PCC BakkiSilikon hf rennur út nú í lok árs. Um er að ræða fimm gistiskála, eldhús/matsal og afþreyingarskála eins og nánar er sýnt á meðfylgjandi afstöðumynd. Óskað er eftir að skálarnir fái leyfi til að standa til allt að 30. júní 2019, en þó er reiknað með að fljótlega verði hafist handa við að fjarlægja fyrstu einingar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir leyfi fyrir mannvirkjunum til loka apríl 2019. Verði búðirnar ekki fjarlægðar fyrir tilsettan tíma, verði dagsektum beitt, 50.000 kr. á dag.