Fara í efni

Brunavarnaáætlun Norðurþings 2020-2025

Málsnúmer 201909011

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 300. fundur - 05.09.2019

Fyrir byggðarráði liggja lokadrög að Brunavarnaráætlun Norðurþings 2020-2025. Grímur Kárason mætir á fundinn og fer yfir áætlunina.
Byggðaráð þakkar slökkvistjóra kynninguna og vísar brunavarnaráætlun 2020-2025 til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 96. fundur - 29.10.2019

Brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Norðurþings 2020 til 2025 lögð fram til samþykktar.
Til máls tók Silja Jóhannesdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu;

Þar sem ljóst má vera að fjárfestingum sveitarfélagsins fyrir árið 2020 verður mjög þröngur stakkur sniðinn er lagt til að brunavarnaráætlunin verði uppfærð m.t.t. þess að sveitarfélagið fari ekki í fjárfestingu nýrrar slökkvibifreiðar á árinu 2020 og að uppfærð rekstraráætlun verði sett inn í skjalið til samræmis við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Lagt er til að áætluninni verði vísað til byggðarráðs.
Til máls tóku; Óli Halldórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Bergur Elías Ágústsson.
Samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, Bergur Elías situr hjá.

Byggðarráð Norðurþings - 307. fundur - 07.11.2019

Á 96. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 29. október s.l. var lögð fram brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Norðurþing 2020 til 2025 til samþykktar.

Á fundinum var bókað;

Til máls tók Silja Jóhannesdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu;

Þar sem ljóst má vera að fjárfestingum sveitarfélagsins fyrir árið 2020 verður mjög þröngur stakkur sniðinn er lagt til að brunavarnaráætlunin verði uppfærð m.t.t. þess að sveitarfélagið fari ekki í fjárfestingu nýrrar slökkvibifreiðar á árinu 2020 og að uppfærð rekstraráætlun verði sett inn í skjalið til samræmis við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Lagt er til að áætluninni verði vísað til byggðarráðs.
Til máls tóku; Óli Halldórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Bergur Elías Ágústsson.
Samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, Bergur Elías situr hjá.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að yfirfara brunavarnaáætlun í samráði við slökkviliðsstjóra með það að markmiði að endurskoða m.a. framkvæmdaáætlun og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
Bent er á að Héraðsnefnd Þingeyinga bs. er að huga að framtíðarskipan slökkviliðsmála í sýslunni og mikilvægt að áætlunin sé í takti við þá stöðu.

Byggðarráð Norðurþings - 308. fundur - 14.11.2019

Á 307. fundi byggðarráðs var brunavarnaáætlun Norðurþings 2020-2025 til umfjöllunar;

Á 96. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 29. október s.l. var lögð fram brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Norðurþing 2020 til 2025 til samþykktar.

Á fundinum var bókað;

Til máls tók Silja Jóhannesdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu;

Þar sem ljóst má vera að fjárfestingum sveitarfélagsins fyrir árið 2020 verður mjög þröngur stakkur sniðinn er lagt til að brunavarnaráætlunin verði uppfærð m.t.t. þess að sveitarfélagið fari ekki í fjárfestingu nýrrar slökkvibifreiðar á árinu 2020 og að uppfærð rekstraráætlun verði sett inn í skjalið til samræmis við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Lagt er til að áætluninni verði vísað til byggðarráðs.
Til máls tóku; Óli Halldórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Bergur Elías Ágústsson.
Samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, Bergur Elías situr hjá.


Á 307. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að yfirfara brunavarnaáætlun í samráði við slökkviliðsstjóra með það að markmiði að endurskoða m.a. framkvæmdaáætlun og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
Bent er á að Héraðsnefnd Þingeyinga bs. er að huga að framtíðarskipan slökkviliðsmála í sýslunni og mikilvægt að áætlunin sé í takti við þá stöðu.

Fyrir byggðarráði liggur nú uppfærð brunavarnaáætlun m.t.t. bókunar byggðarráðs.
Byggðarráð vísar brunavarnaáætlun 2020-2025 til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 97. fundur - 04.12.2019

Á 308. fundi byggðarráðs var Brunavarnaráætlun Norðurþings 2020-2025 til umfjöllunar. Á fundinum var bókað;

"Byggðarráð vísar brunavarnaáætlun 2020-2025 til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók Helena Eydís.

Samþykkt samhljóða.