Byggðarráð Norðurþings

300. fundur 05. september 2019 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Silja Jóhannesdóttir tekur þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Brunavarnaáætlun Norðurþings 2020-2025

201909011

Fyrir byggðarráði liggja lokadrög að Brunavarnaráætlun Norðurþings 2020-2025. Grímur Kárason mætir á fundinn og fer yfir áætlunina.
Byggðaráð þakkar slökkvistjóra kynninguna og vísar brunavarnaráætlun 2020-2025 til sveitarstjórnar.

2.Stafnes eftirfylgni v. útgáfu afsals

201806074

Fyrirhuguð eru eigendaskipti á fasteigninni Stafnesi, Raufarhöfn. Norðurþing er afsalshafi á fasteigninni og eru kvaðir um endurbætur á húsinu skv. samningi. Ráðið þarf að taka afstöðu til þess hvort gefa eigi út afsal á þessum tímapunkti.
Ketill Gauti Árnason kemur á fund ráðsins og gerir grein fyrir málinu.
Byggðaráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

3.Fyrirspurn varðandi niðurfellingu fasteignagjalda

201908110

Borist hefur fyrirspurn frá Axeli Jóhannesi Yngvasyni, fyrir hönd Árinnar gistiheimilis, varðandi niðurfellingu á fasteignagjöldum.
Samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 1160/2005 um fasteignaskatt ber sveitarfélögum að leggja fasteignaskatt á allar eignir sem metnar eru með fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári. Byggðarráð telur ekki forsendur til að fella niður fasteignagjöld á umræddu húsnæði. Byggðaráð hafnar erindinu.

4.Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 sem hófst 1. september.

201909010

Fyrir byggðarráði liggur tilkynning Fiskistofu um úthlutun aflamarks fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 sem hófst 1. september s.l.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um umsögn vegna tækifærisleyfi fyrir dansleik á Hrútadögum Raufarhafnar

201909001

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna veitingar tækfærisleyfis í tengslum við Hrútadagsball í Hnitbjörgum þann 5. október n.k. frá kl. 23:00 til kl. 03:00 þann 6. október.
Byggðaráð veitir jákvæða umsögn vegna umsóknarinnar.

6.Hverfisráð Kelduhverfis 2017-2019

201709133

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 7. og 8. funda hverfisráðs Kelduhverfis frá 27. maí og 27. ágúst.
Byggðarráð vísar erindum hverfisráðsins um flokkun sorps til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Byggðarráð þakkar tilnefningar í stjórn hverfisráðs Kelduhverfis.

7.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

201906029

Fyrir byggðarráði liggur tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023. Einnig eru til umfjöllunar úthlutanir á fjárhagsrömmum vegna fjárhagsáætlunar 2020.
Silja Jóhannesdóttir vék af fundi kl. 10:30.
Byggðarráð vísar fjárhagsrömmum með áorðnum breytingum á fundinum til umfjöllunar í ráðum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 11:00.