Byggðarráð Norðurþings

307. fundur 07. nóvember 2019 kl. 08:30 - 11:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Bótakrafa vegna tekjumissis

201911016

Örlygur Hnefill Örlygsson hefur lagt fram bótakröfu á hendur sveitarfélaginu Norðurþingi vegna persónulegs tekjumissis í kjölfar leyfis frá störfum í sveitarstjórn Norðurþings sem hann tók vegna samskipta við framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings í tengslum við gatnaframkvæmdir framan við Cape Hotel á Höfða sumarið og haustið 2018.
Byggðarráð hafnar bótakröfunni og felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi drög að svarbréfi og gæta hagsmuna sveitarfélagsins í samráði við lögfræðing þess.

2.Bótakröfur Fasteignafélags Húsavíkur ehf. og Gistiheimilis Húsavíkur ehf.

201911017

Örlygur Hnefill Örlygsson og Örlygur Hnefill Jónsson hafa lagt fram bótakröfu fyrir hönd Gistiheimilis Húsavíkur ehf. og Fasteignafélags Húsavíkur ehf. vegna tjóns sem þeir telja að félög þeirra hafi orðið fyrir vegna mistaka við hönnun og stjórnun gatnaframkvæmda á Höfða sem átti að ljúka 1. júlí 2018 en lauk ekki fyrr en í lok október 2018.
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað lögfræðings sem fært er í trúnaðarmálabók.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að vinna drög að svari við erindinu og leggja þau fyrir ráðið í næstu viku.

3.Brunavarnaáætlun Norðurþings 2020-2025

201909011

Á 96. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 29. október s.l. var lögð fram brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Norðurþing 2020 til 2025 til samþykktar.

Á fundinum var bókað;

Til máls tók Silja Jóhannesdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu;

Þar sem ljóst má vera að fjárfestingum sveitarfélagsins fyrir árið 2020 verður mjög þröngur stakkur sniðinn er lagt til að brunavarnaráætlunin verði uppfærð m.t.t. þess að sveitarfélagið fari ekki í fjárfestingu nýrrar slökkvibifreiðar á árinu 2020 og að uppfærð rekstraráætlun verði sett inn í skjalið til samræmis við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Lagt er til að áætluninni verði vísað til byggðarráðs.
Til máls tóku; Óli Halldórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Bergur Elías Ágústsson.
Samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, Bergur Elías situr hjá.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að yfirfara brunavarnaáætlun í samráði við slökkviliðsstjóra með það að markmiði að endurskoða m.a. framkvæmdaáætlun og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
Bent er á að Héraðsnefnd Þingeyinga bs. er að huga að framtíðarskipan slökkviliðsmála í sýslunni og mikilvægt að áætlunin sé í takti við þá stöðu.

4.Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024

201910178

Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með 10. nóvember n.k.
Byggðarráð hvetur íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana til að kynna sér sóknaráætlunina og áherslur hennar. Jafnframt að nýta sér þá sjóði sem henni fylgja til sóknar á svæðinu.

5.Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna

201910168

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir afritum af gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum fyrir alla kjörna fulltrúa í sveitarstjórn sveitarfélagsins, sveitarstjóra og annarra sem hafa prókúru fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman umbeðin gögn og senda Lánasjóðnum.

6.Hverfisráð Kelduhverfis 2019 - 2021

201908037

Á 304. fundi byggðarráðs Norðurþings var tekin fyrir fundargerðir 9. og 10.fundar hverfisráðs Kelduhverfis. Á fundinum var bókað;

Byggðarráð þakkar hverfisráði Kelduhverfis fyrir greinargóða fundargerð.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá fjarskiptafyrirtækjum varðandi GSM símasamband á Tjörnesi og í Kelduhverfi.

Liðum 4 og 5 er vísað til fjölskylduráðs.
Lið 6 er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Fundargerðir hverfisráða eru birtar á heimasíðu Norðurþings.
Búið er að ganga frá bréfi til fjarskiptafyrirtækja þar sem úrbóta er krafist á bágbornu GSM sambandi á svæðinu og undir bréfið rita lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, forstjóri HSN og sveitarstjórar Norðurþings og Þingeyjarsveitar.

7.Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2020

201910031

Fyrir byggðarráði liggja drög að gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga.

201902004

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

9.Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál kynnir nýtt hlaðvarp: Samtal um sveitarstjórnarmál.

201911003

Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál kynnir "Samtal um sveitarstjórnarmál", hlaðvarp þar sem sérfræðingar ræða hin ýmsu viðfangsefni á sviði sveitarstjórnarmála og segja frá rannsóknum sínum.
Í fyrsta þættinum er rætt við Gunnar Helga Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hann ræðir um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Smellið hér til að hlusta á fyrsta þáttinn í Samtali um sveitarstjórnarmál; https://soundcloud.com/user-775873024/staa-og-framti-sveitarstjornarmala-a-islandi-gunnar-helgi-kristinsson-situr-fyrir-svorum/s-kV3yA


Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.

201910133

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum,nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

11.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

201910153

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.

201911012

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum,nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

13.Útgjaldajöfnunarframlag 2019

201910179

Fyrir byggðarráði liggur endurútreikningur á útgjaldajöfnunarframlagi Jöfnunarsjóðs til Norðurþings. Í endurútreikningnum skerðast framlög til Norðurþings um tæplega 72 milljónir á árinu 2019.
Lagt fram til kynningar.

14.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

201906029

Áframhaldandi umræða um fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023.

Á 46. fundi fjölskylduráðs þann 21. október 2019 var bókað;

Fræðslufulltrúi og skólastjórar kynntu til hvaða aðgerða þarf að grípa svo hægt sé að halda áætlun. Deildir fræðslusviðs, aðrar en leik- og grunnskólar, hafa verið aðlagaðar að ramma.

Fjölskylduráð samþykkir framlagðar breytingar og tilfærslur á milli skóladeilda sem skólastjórar Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla lögðu fram svo hægt sé að halda áætlun.

Á grundvelli framlagðrar greinargerðar skólastjóra Borgarhólsskóla óskar fjölskylduráð eftir 20.000.000 króna viðbótarframlagi vegna fjárhagsáætlunar Borgahólsskóla 2020 og einnig eftir 2.000.000 króna viðbótarframlagi vegna fjárhagsáætlunar mötuneytis 2020.

Fjölskylduráð leggur til að aðlögunum á leikskólanum Grænuvöllum verði fækkað niður í tvær á ári í stað fjögurra, en með því er hægt að halda áætlun og draga úr álagi starfsfólks leikskólans.


Á grundvelli framlagðrar greinargerðar skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur óskar fjölskylduráð eftir 7.000.000 króna viðbótarframlagi vegna fjárhagsáætlunar Tónlistarskólans 2020.

Félagsmálastjóri kynnti til hvaða aðgerða þarf að grípa svo hægt sé að halda áætlun. Fjölskylduráð telur að með þeim aðgerðum sem kynntar voru ráðinu verði ekki hægt að veita viðunandi þjónustu og ítrekar ósk sína um 27.000.000 viðbótarframlag.
Byggðarráð fór yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023. Sveitarstjóra er falið að setja upp fleiri sviðsmyndir sem taka mið af framlögðum óskum fjölskylduráðs og leggja fyrir ráðið í næstu viku til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:45.