Fara í efni

Tilnefning í stjórn Þekkingarnets þingeyinga

Málsnúmer 202005020

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 63. fundur - 11.05.2020

Norðurþing tilnefnir til tveggja ára í senn einn fulltrúa sveitarfélagsins til setu í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga. Óskað er eftir því að fjölskylduráð tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins til stjórnarsetu til næstu 2ja ára, þ.e. frá aðalfundi í maí 2020 til aðalfundar vorið 2022.
Fjölskylduráð tilnefnir Jón Höskuldsson fræðslufulltrúa Norðurþings sem fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga og vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020

Á 63. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð tilnefnir Jón Höskuldsson fræðslufulltrúa Norðurþings sem fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga og vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.
Helena Eydís vék af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar.

Til máls tók: Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu fjölskylduráðs.