Fara í efni

Grænuvellir - Skóladagatal 2020-2021

Málsnúmer 202004031

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 62. fundur - 04.05.2020

Skóladagatal Grænuvalla fyrir skólaárið 2020-2021 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu skóladagatals Grænuvalla fyrir skólaárið 2020-2021 til næsta fundar ráðsins.

Fjölskylduráð - 63. fundur - 11.05.2020

Skóladagatal Grænuvalla fyrir skólaárið 2020-2021 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal Grænuvalla fyrir skólaárið 2020-2021.

Fjölskylduráð - 64. fundur - 25.05.2020

Á 103. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað um málið:

Hafrún leggur fram eftirfarandi bókun:
Samkvæmt þessu dagatali verður starfsmannafundum fækkað og þeir lengdir en tímasetningar breytast líka. Starfsmannafundirnir verða á mánudagsmorgnum frá kl. 08:00-12:00 í stað þess að vera á milli kl. 14:00-16:00 á föstudögum. Hvaða sjónarmið voru á bakvið þessa ákvörðun? Ef það eru hagræðingar sjónarmið myndi ég gjarnan vilja vita hvað felst í þeirri hagræðingu, hvort sem það eru fjárhagsleg sjónarmið eða ekki.
Sjónarmið fjölskylduráð að höfðu samráði við leikskólastjóra eru þríþætt: Ráðið telur það vera til hagræðingar fyrir foreldra að fækka starfsmannafundum úr sex í þrjá. Lengri fundartími starfsfólks nýtist betur hvað varðar undirbúning á faglegu starfi skólans. Fjárhagslegur ávinningur er umtalsverður þar sem ekki þarf að greiða fyrir yfirvinnu starfsfólks í hlutastarfi á fundartíma.