Fara í efni

Fjölskylduráð

62. fundur 04. maí 2020 kl. 13:00 - 15:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið eitt.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir sat fundinn undir lið eitt og tvö.
Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri Tónlistarskólans sat fundinn undir lið þrjú.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir sat fundinn undir liðum fjögur og fimm.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum eitt til sex.

1.Frístund sumarstarf

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Félagsþjónustan óskar eftir því að sumarfrístund fatlaðra fái afnot af húsnæði Borgarhólsskóla
Fjölskylduráð samþykkir að sumarfrístund fatlaðra fái afnot af Borgarhólsskóla í sumar. Félagsmálastjóra og skólastjóra Borgarhólsskóla er falið að útfæra samning þar að lútandi.
Fjölskylduráð felur sviðstjórum á fjölskyldusviði að vinna drög að framtíðarlausn fyrir inngildandi frístundastarf á Húsavík og kynna fyrir ráðinu á fundi þess 25. maí.

2.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2020-2021

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Skóladagatal Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2020-2021.

3.Tónlistarskóli Húsvíkur - Skóladagatal 2020-2021

Málsnúmer 202004029Vakta málsnúmer

Skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir skólaárið 2020-2021 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir skólaárið 2020-2021.

4.Grænuvellir - Skóladagatal 2020-2021

Málsnúmer 202004031Vakta málsnúmer

Skóladagatal Grænuvalla fyrir skólaárið 2020-2021 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu skóladagatals Grænuvalla fyrir skólaárið 2020-2021 til næsta fundar ráðsins.

5.Grænuvellir - Skólapúlsinn - Foreldrakönnun 2020

Málsnúmer 202004111Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar foreldrakönnun Skólapúlsins sem lögð var fyrir foreldra nemenda á Grænuvöllum.
Leikskólastjóri kynnti fyrir ráðinu niðurstöður foreldrakönnunar. Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir þátttöku í könnuninni. Þátttaka foreldra er mikilvæg svo hægt sé að bæta gæði starfsins enn frekar. Niðurstöður hennar verða birtar á heimasíðu Grænuvalla í maímánuði.

6.Rekstur mötuneyta leik- og grunnskóla á Húsavík

Málsnúmer 202001072Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um ráðgjöf Matartímans varðandi mötuneyti Grænuvalla og Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir að sameina skólamötuneyti Grænuvalla og Borgarhólsskóla á grundvelli ráðgjafar Matartímans. Á Húsavík verði rekið eitt mötuneyti fyrir báða skóla þar sem öll eldamennska fer fram í skólaeldhúsi Borgarhólsskóla. Fræðslufulltrúa og skólastjórnendum Grænuvalla og Borgarhólsskóla er falin nánari útfærsla.

Fundi slitið - kl. 15:45.