Fara í efni

Frístund sumarstarf

Málsnúmer 202003086

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 62. fundur - 04.05.2020

Félagsþjónustan óskar eftir því að sumarfrístund fatlaðra fái afnot af húsnæði Borgarhólsskóla
Fjölskylduráð samþykkir að sumarfrístund fatlaðra fái afnot af Borgarhólsskóla í sumar. Félagsmálastjóra og skólastjóra Borgarhólsskóla er falið að útfæra samning þar að lútandi.
Fjölskylduráð felur sviðstjórum á fjölskyldusviði að vinna drög að framtíðarlausn fyrir inngildandi frístundastarf á Húsavík og kynna fyrir ráðinu á fundi þess 25. maí.

Fjölskylduráð - 65. fundur - 03.06.2020

Til umfjöllunar er skipulag frístundar fyrir hádegi fyrir 1-4 bekk sumarið 2020.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með kröftugt sumarstarf í Frístund.