Fara í efni

Fjöldasamkomur í Norðurþingi sumarið 2020

Málsnúmer 202004054

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 102. fundur - 21.04.2020

Umræður í ljósi Covid-19 um viðburði sem vanalega eru á dagskrá yfir sumartímann í sveitarfélaginu s.s. Mærudaga, hátíðarhöld tengd 17. júní og Sólstöðuhátíð.
Til máls tóku: Kristján, Hjálmar, Hafrún, Helena, Kolbrún Ada, Heiðbjört og Bergur.

Undirrituð leggja til að hátíðisdagar sem halda á í sveitarfélaginu verði með breyttu sniði og þeir aðlagaðir ástandinu í þjóðfélaginu hverju sinni. Þannig skal smitvörnum haldið í heiðri og reglum og leiðbeiningum yfirvalda fylgt í hvívetna.
Samkomubann og reglur varðandi samneyti fólks hafa sett svip sinn á samfélagið. Reglur yfirvalda varðandi samkomur munu breytast gangi spár eftir um niðursveiflu Covid-faraldursins. Því er ástæða til að fresta því sem er skynsamlegt að fresta og aðlaga að ástandinu hverju sinni, s.s. Mærudagar. Þannig verði hægt að halda í valin dagskrárliði eins og mæruhlaupið, garðatónleika, Botnsvatnshlaup og hugsanlega knattspyrnuleiki. Eins er hægt að skipuleggja hátíðina í takt við aðstæður og stilla henni þannig upp að hún taki mið af heimafólki og verði ekki auglýst sem bæjarhátíð á landsvísu.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 63. fundur - 11.05.2020

Fjölmenningarfulltrúi óskar eftir umræðu um framkvæmd Mærudaga 2020 í samhengi við bókun sveitarstjórnar á 102. fundi hennar í ljósi COVID-19 faraldsins.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi bókun sem vísað er til sveitarstjórnar.

Í ljósi takmarkana þeirra sem samkomubannið felur í sér leggur fjölskylduráð eftirfarandi til við sveitarstjórn. Vegna óvissu um þróun mála er snúa að heimsfaraldri kórónuveirunnar er lagt til að Norðurþing standi ekki fyrir formlegum hátíðarhöldum vegna Mærudaga sumarið 2020. Ekki verði boðið upp á formlega dagskrá í nafni hátíðarinnar, en íbúar allir engu að síður hvattir til að skreyta bæinn og gera sér glaðan dag með fjölskyldu og vinum hér á svæðinu helgina 25.-26. júlí.
Í ljósi þess verður ekki samið við verkefnastjóra um framkvæmd hátíðarinnar. Fjölmenningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að semja um verklok við samningsaðila.

Vegna áðurnefndra ástæðna verða engin formleg hátíðarhöld í sveitarfélaginu á 17.júní.

Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020

Á 63. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi bókun sem vísað er til sveitarstjórnar.

Í ljósi takmarkana þeirra sem samkomubannið felur í sér leggur fjölskylduráð eftirfarandi til við sveitarstjórn. Vegna óvissu um þróun mála er snúa að heimsfaraldri kórónuveirunnar er lagt til að Norðurþing standi ekki fyrir formlegum hátíðarhöldum vegna Mærudaga sumarið 2020. Ekki verði boðið upp á formlega dagskrá í nafni hátíðarinnar, en íbúar allir engu að síður hvattir til að skreyta bæinn og gera sér glaðan dag með fjölskyldu og vinum hér á svæðinu helgina 25.-26. júlí.
Í ljósi þess verður ekki samið við verkefnastjóra um framkvæmd hátíðarinnar. Fjölmenningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að semja um verklok við samningsaðila.
Til máls tóku: Kolbrún Ada, Kristján, Hjálmar, Hafrún, Heiðbjört og Helena.

Tillaga fjölskylduráðs er samþykkt með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Bergur, Hafrún, Hjálmar, og Hrund greiddu atkvæði á móti tillögu fjölskylduráðs.


Undirrituð leggja til að ákvörðun sveitarstjórnar standi óbreytt síðan á aprílfundi sem felur í sér að hátíðir og viðburðir verði með öðru móti enda í óþekktum aðstæðum. Leita verði óhefðbundinna leiða til að gera sér dagamun þrátt fyrir takmarkanir.
Bergur Elías Ágústson, Hafrún Olgeirsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason og Hrund Ásgeirsdóttir.
Tillögunni er hafnað með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæði með tillögunni.


Kristján Þór leggur fram eftirfarandi tillögu f.h. meirihluta sveitarstjórnar: Undirrituð leggja til að fjölskylduráð útfæri stutta dagskrá í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní þar sem fram fari hátíðarávarp, ávarp fjallkonu, tilnefning listamanns Norðurþings árið 2020 og tónlistaratriði. Ekki verður boðið sérstaklega til viðburðarins heldur verði honum streymt gegnum vefinn á heimasíðu sveitarfélagsins.
Tillaga Kristjáns er samþykkt með atkvæðum Bergs, Hafrúnar, Heiðbjartar, Helenu, Hrundar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Hjálmar situr hjá.

Fjölskylduráð - 64. fundur - 25.05.2020

Í ljósi umræðu um fjöldasamkomur á 103. fundi sveitarstjórnar Norðurþings vill fjölskylduráð koma eftirfarandi á framfæri. Fjölskylduráð lagði til við sveitarstjórn að Norðurþing stæði ekki fyrir skipulagðri dagskrá á Mærudögum í ljósi fjöldatakmarkana vegna Covid-19. Ráðið tekur að sjálfsögðu ekki afstöðu til þess hvernig eða hvort að félagasamtök, íbúar og fyrirtæki standi fyrir viðburðum þessa helgi svo sem knattspyrnuleiki, leikhópurinn Lotta, garðatónleikar, hlöðuball, Mærudagshlaup o.s.frv. enda hefur sveitarfélagið ekki staðið fyrir þessum viðburðum hingað til. Ráðið hvetur þó alla til að hlýða fyrirmælum yfirvalda varðandi fjölda og fjarlægðartakmarkanir sem gilda munu á þeim tíma.