Fara í efni

Fjölskylduráð

71. fundur 31. ágúst 2020 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður
  • Aldey Traustadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 - 7.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 9-10.

Kristrún Birgisdóttir framkv.stjóri Tröppu ehf. sat fundinn undir lið 9.

Hrund Ásgeirsdóttir vék af fundi kl. 15:20.

1.Leikfélag Menntaskólans á Akureyri - umsókn í lista og menningarsjóð 2020

Málsnúmer 202008125Vakta málsnúmer

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sækir um 100.000 kr styrk í lista og menningarsjóð Norðurþings vegna leiksýningarinnar Hjartagull sem frumsýnd verður á komandi skólaári.
Fjölskylduráð þakkar Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri fyrir umsóknina en synjar henni.

2.Starfsemi félagsmiðstöðva veturinn 2020-2021

Málsnúmer 202008126Vakta málsnúmer

Kynning á starfsemi félagsmiðstöðva fyrir veturinn 2020-2021.
Áætlað er að fara af stað með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar á Húsavík í húsi Orkuveitunnar við Vallholltsveg. Miðstig og unglingasstig mun vera þar með starfsemi á mánudögum og miðvikudögum í vetur. Áætlað er að hefja starf 2.september.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti starfsemi félagsmiðstöðvarinnar á Húsavík. Skipað verður starfsráð ungmenna sem skipuleggur starfið í vetur.

Hrund Ásgeirsdóttir óskar að bóka eftirfarandi:
Undirrituð hefur áhyggjur af húsnæðinu (Orkuveituhúsinu) sem getur tæplega rúmað öll þau ungmenni sem mögulega vilja nýta sér spennandi og metnaðarfulla dagskrá sem hefur verið sett upp fyrir veturinn. Nemendur frá 5. - 10.bekk í sveitarfélaginu telja alls um 170 og ekki gerlegt að koma öllum inn í núverandi húsnæði og þess utan hefur það ekki verið tekið út m.t.t. brunavarna. Óskað er eftir úttekt á þessu áður en farið er af stað með nokkra starfsemi.


Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir, Aldey Traustadóttir og Benóný Valur Jakobsson óska bókað:
Það hefur alltaf verið ljóst að ekki stæði til að börn og unglingar í 5. - 10. bekk í sveitarfélaginu yrðu saman í þessu húsnæði á sama tíma. Þær upplýsingar sem ráðið hafði voru að að meðaltali væru um 30 börn/unglingar að mæta á opið hús hjá félagsmiðstöðinni. Ráðið samþykkti samhljóða á fundi sínum 29. júní 2020 að starfsemin færi fram í húsnæði Orkuveitunnar við Vallholtsveg veturinn 20/21 á þeim forsendum. Komi í ljós að aðsókn verði mikið meiri en reynsla síðustu ára hefur sýnt, sem sannarlega væri mikið fagnaðarefni, mun ráðið að sjálfsögðu bregðast við þeim aðstæðum með viðeigandi hætti.

Ráðið samþykkir að fresta starfi félagsmiðstöðvarinnar þangað til að úttekt hefur verið gerð á húsnæðinu að Vallholtsvegi 3 og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sjá til þess að þær úttektir verði framkvæmdar.3.Ungt fólk og lýðræði 2020

Málsnúmer 202008069Vakta málsnúmer

Ungmennaráð UMFÍ ætlaði að halda ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði í vor en henni var frestað vegna samkomubanns.

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verður haldin dagana 16. - 18. september nk. í Héraðsskólanum á Laugarvatni fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára. Ráðstefnan er auglýst með þeim fyrirvara að sóttvarnarreglur verði ekki hertar frekar.

Sveitarfélögum gefst færi á að senda 2 þátttakendur og er ráðstefnugjald 15 þúsund kr. á mann. 80% hlutur af ferðakostnaði er greiddur.
Fjölskylduráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að finna 2 þátttakendur á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði fyrir hönd Norðurþings.

4.Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga

Málsnúmer 202008109Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar bréf frá Umboðsmanni barna um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga.
Fjölskylduráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að halda undirbúningsfund um stofnun ungmennaráðs fyrir árslok 2020 með það að markmiði að endurvekja ungmennaráð Norðurþings með krafti á árinu 2021.

5.Sundlaugar Norðurþings - aðsókn 2020

Málsnúmer 202008127Vakta málsnúmer

Til kynningar eru aðsóknartölur í sundlaugar Norðurþings það sem af er ári.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti aðsóknartölur í sundlaugar Norðurþings það sem af er ári.
Aðsókn að sundlaugum Norðurþings hefur verið góð þrátt fyrir Covid-19.

6.Málefni sundlauga og íþróttahúss á Raufarhöfn

Málsnúmer 202002007Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Hverfisráði Raufarhafnar vegan málefna sundlaugar á Raufarhöfn.
Hverfisráð Raufarhafnar hefur óskað eftir því að sundlaugin á Raufarhöfn sé opin 3-4 daga í viku í u.þ.b. 2-4 klst. á dag. Ráðið samþykkir að sundlaugin verði opin í vetur mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 17:00 - 19:30 og laugardaga kl. 14:00 - 16:30. Vetraropnun tekur gildi mánudaginn 7.september.
Hafi Hverfisráð Raufarhafnar tillögur um annan opnunartíma innan sama tímafjölda (10 klst á viku) mun ráðið taka við þeim ábendingum.

7.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Á 336. fundi byggðarráðs vísaði ráðið fundarlið nr.2 er varðar tjaldvæðið á Raufarhöfn og fundarlið nr.4 er varðar Ærslabelg á Raufarhöfn úr 14. fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar til fjölskylduráðs.

Hverfisráð óskar eftir því að framtíðarlausn verði fundin sem fyrst fyrir sumarið 2021 er varðar tjaldstæðið, það verður að ráða inn starfsmann sem sinnir tjaldstæðinu á þeim tíma sem gestir eru að koma og fara eða skoða aðrar lausnir ss útboð.

Hverfisráð ítrekar ósk sína vegna ærslabelgs á Raufahöfn. Og reiknar með að gert sé ráð fyrir honum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Slíkir belgir voru settir upp á Kópaskeri og á Húsavík sumarið 2019
Fjölskylduráð vísar umræðu um ærslabelg á Raufarhöfn og framtíðarlausn hvað varðar t.a.m aðstöðu- og starfsmannamál fyrir tjaldsvæðið á Raufarhöfn til fjárhagsáætlunargerðar 2021.

8.Öldungaráð 2018 - 2022

Málsnúmer 201806213Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar fundargerð Öldungaráðs frá 24. júní 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun

Málsnúmer 201912124Vakta málsnúmer

Lögð er fram til samþykktar í fjölskylduráði framkvæmd innleiðingaráætlunar skólastefnu Norðurþings.
Lagt er til að stefnan verði innleidd kefisbundið í gegnum innra mat skólanna. Gerð er krafa um að skólastjórar veiti innra mats teymum forystu. Trappa, fyrir hönd skólaþjónustu Norðurþings, mun styðja við matsteymin og handleiða þau við að gera gæðaviðmið skólastefnu Norðurþings að sínum í markmiðabundnu og vel skipulögðu innra mati.


Kynning á skólastefnu Norðurþings og innleiðingu hennar mun fara fram í byrjun september.
Fjölskylduráð samþykkir framkvæmd innleiðingaráætlunar á skólastefnu Norðurþings sem felst í því að stefnan verði innleidd kefisbundið í gegnum innra mat skólanna. Gerð er krafa um að skólastjórar veiti innra mats teymum forystu. Trappa, fyrir hönd skólaþjónustu Norðurþins, mun styðja við matsteymin og handleiða þau við að gera gæðaviðmið skólastefnu Norðurþings að sínum í markmiðabundnu og vel skipulögðu innra mati.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201909109Vakta málsnúmer

TRÚNAÐARMÁL

Bókun fjölskylduráðs er skráð í trúnaðaramálabók ráðsins.

Fundi slitið - kl. 15:30.