Fara í efni

Ungt fólk og lýðræði 2020

Málsnúmer 202008069

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 71. fundur - 31.08.2020

Ungmennaráð UMFÍ ætlaði að halda ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði í vor en henni var frestað vegna samkomubanns.

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verður haldin dagana 16. - 18. september nk. í Héraðsskólanum á Laugarvatni fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára. Ráðstefnan er auglýst með þeim fyrirvara að sóttvarnarreglur verði ekki hertar frekar.

Sveitarfélögum gefst færi á að senda 2 þátttakendur og er ráðstefnugjald 15 þúsund kr. á mann. 80% hlutur af ferðakostnaði er greiddur.
Fjölskylduráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að finna 2 þátttakendur á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði fyrir hönd Norðurþings.