Fara í efni

Fjölskylduráð

56. fundur 24. febrúar 2020 kl. 13:00 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Aldey Traustadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 7-9.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 2-6.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 10-12.

Signý Valdimarsdóttir fulltrúi í húsnæðisnefnd Norðurþings sat fundinn undir lið 1.

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri sat fundinn undir lið 2 og 3.

1.Söluheimild eigna: Lindarholt 4, Raufarhöfn

Málsnúmer 202002020Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdasviðs óskar eftir söluheimild á einbýlishúsi að Lindarholti 4, Raufarhöfn.
Fjölskylduráð leggur til að umrædd eign fari í söluferli og vísar ákvörðuninni til Skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.

2.Málefni sundlauga og íþróttahúss á Raufarhöfn

Málsnúmer 202002007Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar áskorun frá Hverfisráði Raufarhafnar um að endurskoða vetrarlokun sundlaugarinnar á Raufarhöfn í samráði við íbúa og Hverfisráð. Óskað er eftir að opnunartími yfir veturinn sé á miðvikudögum og föstudögum frá kl. 17:00-19:30 og á laugardögum eða sunnudögum frá 14:00-17:00/18:00 bæði í Sundlaug og gufu.
Fjölskylduráð fjallaði um áskorun frá íbúum Raufarhafnar vegna vetrarlokunar sundlaugarinnar á Raufarhöfn.

Sundlaugin verður lokuð febrúar, mars og apríl í samræmi við fjárhagsáætlun 2020 og vegna viðhaldsvinnu sem stendur yfir og áætlað er að ljúki í lok apríl.
Ráðið samþykkir að sundlaugin verði opin yfir páskana í 3 daga, þ.e. Skírdag, laugardag fyrir páskadag og annan í páskum. Opið verður þessa daga frá kl. 14:00 - 17:00.

Ráðið samþykkir að sumaropnun verði í byrjun maí í stað byrjun júní eins og áður hafði verið ákveðið.
Sundlaugin verður opin yfir sumarið, virka daga frá kl. 16:30-19:30 og um helgar frá kl. 14:00-17:00.
Ráðið óskar eftir umsögn Hverfisráðs Raufarhafnar um sumaropnun sundlaugarinnar.

3.Erindi frá UMF Austra á Raufarhöfn

Málsnúmer 202002032Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá UMF Austra vegna kaupa á tækjum í íþróttamiðstöðina á Raufarhafnar þar sem óskað er eftir því við Norðurþing að leggja fram framlag á móti framlagi Austra.
Austri skorar einnig á ráðið að endurskoða vetrarlokun sundlaugar.
Fjölskylduráð fagnar frumkvæði UMF Austra vegna kaupa á tækjum í íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn.
Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í tækjakaup í fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2020 og hafnar fjölskylduráð því erindinu.

Ráðið vísar málinu til skipulags-og framkvæmdaráðs um hvort eignarsjóður sjái sér fært um að leggja til málsins 550.000 kr. en árið 2017 kom sveitarfélagið til móts við aðila á Kópaskeri sem lögðu fram fjármagn til tækjakaupa í íþróttahúsið á Kópaskeri.

Ráðið vísar í lið 2 þessarar fundargerðar hvað varðar áskorun UMF Austra um vetraropnun í sundlaug Raufarhafnar.

4.Ungt fólk og lýðræði 2020

Málsnúmer 202002027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 11. ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem haldið er á vegum Ungmennaráðs UMFÍ sem verður haldin 1.-3. apríl á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif.
Fjölskylduráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að finna þátttakendur á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði fyrir hönd Norðurþings.

5.Viðbragðsáætlun - Kórónaveiran

Málsnúmer 202002009Vakta málsnúmer

Á 315. fundi Byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar leiðbeiningunum til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

6.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908036Vakta málsnúmer

Á 55. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var liðum 2. og 3. úr fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar vísað til fjölskylduráðs.


2. Leikskólalóð Öxarfjarðarskóla- Beiðni um að stækka leikskólalóðina og bæta við leiktækjum.

3. Sparkvöllur- Beiðni um sparkvöll við Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð tekur undir með Hverfisráði Öxarfjarðar um að lóðin við leikskólann í Lundi þarfnist úrbóta og að fjölga þyrfti leiktækjum fyrir breiðan aldurshóp á þá lóð. Ráðið vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að taka tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.


Ráðið telur ekki gerlegt að ráðast í framkvæmd á sparkvelli að svo stöddu þar sem slík framkvæmd er ekki á framkvæmdaáætlun ársins 2020.




7.Borgarhólsskóli - Auglýsingar til foreldra

Málsnúmer 202002013Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallaði um málið á 55. fundi þess og heldur áfram umfjöllun sinni um málið og fræðslufulltrúi kynnir þau gögn sem honum var falið að afla vegna málsins.
Fræðslufulltrúi kynnti þær upplýsingar sem hann hafði aflað vegna málsins.

Ráðið leggur til að eingöngu þeir aðilar eða félagasamtök sem hafa samning við Norðurþing í tengslum við frístundarkort fái að nýta tölvupóstlista skólanna.

Fræðslufulltrúa er falið að leita eftir áliti á tillögunni hjá persónuverndarfulltrúa Norðurþings.

8.Reglur um mötuneytiseldhús Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202001170Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallaði um málið á 55. fundi þess og heldur áfram umfjöllun sinni um málið og fræðslufulltrúi kynnir þau gögn sem honum var falið að afla vegna málsins.
Fjölskylduráð kynnti sér þau gögn sem fræðslufulltrúi lagði fram og samþykkir að settar verði reglur um mötuneytiseldhúss í Borgarhólsskóla og að ákvörðun um þær verði teknar samhliða ákvörðun í máli 202001072 - rekstur mötuneyta leik- og grunnskóla á Húsavík.

9.Skólastarf austan Húsavíkur

Málsnúmer 202001071Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallaði um málið á 55. fundi þess og heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Fjölskylduráð fjallaði um skólastarf austan Húsavíkur.

Ráðið samþykkir að boða til fundar með foreldrum barna í Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla um aukið samstarf á milli skólanna tveggja.
Ráðið felur fræðslustjóra og formanni fjölskylduráðs að ákveða fundartíma og boða til fundar.

10.Skjálfandi - ósk um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 202002065Vakta málsnúmer

Aðstandendur Skjálfanda listahátíðar hafa óskað eftir umræðu um framtíð hátíðarinnar og möguleikanum á endurnýjun samstarfssamnings við Norðurþing til að tryggja framtíðarvettvang hátíðarinnar.
Fjölskylduráð samþykkir að samstarfssamningur á milli Skjálfanda listahátíðar og Norðurþings verði endurnýjaður til þriggja ára.

Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að ganga frá samningi og leggja fyrir ráðið.

Ráðið þakkar aðstandendum listahátíðarinnar fyrir sitt framlag til menningarlífs í Norðurþingi og hvetur alla íbúa til þess að mæta á hátíðina sem verður haldin 4.september á þessu ári.

11.Tillaga um undirbúning Mærudaga 2020

Málsnúmer 201910121Vakta málsnúmer

Á hverju ári halda Húsvíkingar upp á sína bæjarhátíð Mærudaga. Það er mikilvægt að skapa jákvæða og góða stemningu meðal íbúa og virkja þá til þátttöku í aðdraganda hátíðarinnar. Þess vegna þarf Norðurþing að huga að aðstöðusköpun fyrir hvers konar undirbúning. Bylgja Steingrímsdóttir og Eiður Pétursson leggja því til að sveitarfélagið hefji undirbúning að Mærudögum 2020. Liður í því er að útvega hverfislitanefndum aðstöðu til sköpunar á hvers konar útilistaverkum sem prýða Húsavík á þessari bæjarhátíð og til undirbúnings fyrir hátíðina.
Fjölmenningarfulltrúi kynnti fyrir ráðinu þá aðstöðu sem er í boði vegna undirbúnings fyrir hverfislitanefndir Mærudaga.

Fjölskylduráð samþykkir að leigja af eignarsjóði bílskúr við Tún tvo mánuði fyrir Mærudaga 2020. Hverfislitanefndir hafa samráð sín á milli um nýtingu aðstöðunar.

Ráðið hvetur íbúa Húsavíkur til þess að taka þátt í starfi hverfislitanefnda.

12.Heimildarmyndin In touch í Norðurþingi

Málsnúmer 202002066Vakta málsnúmer

Fjölmenningarfulltrúi Norðurþings stefnir á að sýna íslensku/pólsku heimildarmyndina In Touch í Norðurþingi í vor. Kvikmyndasýningin er hluti af fjölmenningarviðburðum í samfélaginu.
Fjölmenningarfulltrúi kynnti sýningu á myndinni In Touch sem verður sýnd á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri í vor.

Ráðið hvetur íbúa til þess að sjá þessa áhugaverðu íslensku/pólsku heimildarmynd.

Fundi slitið - kl. 16:30.