Fara í efni

Tillaga um undirbúning Mærudaga 2020

Málsnúmer 201910121

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 46. fundur - 21.10.2019

Á hverju ári halda Húsvíkingar upp á sínar bæjarhátíð Mærudaga. Það er mikilvægt að skapa
jákvæða og góða stemningu meðal íbúa og virkja þá til þátttöku í aðdraganda hátíðarinnar. Þess
vegna þarf Norðurþing að huga að aðstöðusköpun fyrir hvers konar undirbúning.

Bylgja Steingrímsdóttir og Eiður Pétursson leggja því til að sveitarfélagið hefji undirbúning að Mærudögum 2020. Liður í því er að útvega hverfislitanefndum aðstöðu til sköpunar á hvers konar útilistaverkum sem prýða Húsavík
á þessari bæjarhátíð og til undirbúnings fyrir hátíðina.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og tekur undir undir mikilvægi þess að skapa jákvæða og góða stemmingu og virka þátttöku íbúa.

Fjölskylduráð felur Íþrótta-og tómstundafulltrúa að finna hentugt húsnæði.

Fjölskylduráð - 47. fundur - 04.11.2019

Fjölskylduráð fjallar um undirbúning Mærudaga 2020.
Fjölskylduráð leggur til í ljósi þess að Mærudagar hafa verið haldnir á Húsavík í rétt um aldarfjórðung og þar sem allir hafa skoðun á hátíðinni, framkvæmd hennar og framtíð að notuð verði samráðsgáttin Betra Ísland til að kanna hug íbúa til framkvæmdar Mærudaga 2020. Sveitarfélagið Norðurþing gegnir mikilvægu hlutverki í framkvæmd hátíðarinnar en íbúar Húsavíkur gegna þó lykilhlutverki í framkvæmdinni svo það er vel við hæfi að íbúum verði boðið tækifæri á að taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er við að marka stefnu um Mærudaga til framtíðar.

Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að útfæra spurningar og leggja fyrir ráðið.

Fjölskylduráð - 55. fundur - 10.02.2020

Á 47. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð leggur til í ljósi þess að Mærudagar hafa verið haldnir á Húsavík í rétt um aldarfjórðung og þar sem allir hafa skoðun á hátíðinni, framkvæmd hennar og framtíð að notuð verði samráðsgáttin Betra Ísland til að kanna hug íbúa til framkvæmdar Mærudaga 2020. Sveitarfélagið Norðurþing gegnir mikilvægu hlutverki í framkvæmd hátíðarinnar en íbúar Húsavíkur gegna þó lykilhlutverki í framkvæmdinni svo það er vel við hæfi að íbúum verði boðið tækifæri á að taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er við að marka stefnu um Mærudaga til framtíðar. Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að útfæra spurningar og leggja fyrir ráðið.
Fjölskylduráð fjallaði um málið og samþykkir að kanna hug fólks um eftirfarandi:

Hversu oft eiga Mærudagar að vera?
- Árlega
- 2ja ára fresti
- Aldrei


Notast verður við samráðsgáttina Betra Ísland - https://nordurthing.betraisland.is/

Fjölskylduráð - 56. fundur - 24.02.2020

Á hverju ári halda Húsvíkingar upp á sína bæjarhátíð Mærudaga. Það er mikilvægt að skapa jákvæða og góða stemningu meðal íbúa og virkja þá til þátttöku í aðdraganda hátíðarinnar. Þess vegna þarf Norðurþing að huga að aðstöðusköpun fyrir hvers konar undirbúning. Bylgja Steingrímsdóttir og Eiður Pétursson leggja því til að sveitarfélagið hefji undirbúning að Mærudögum 2020. Liður í því er að útvega hverfislitanefndum aðstöðu til sköpunar á hvers konar útilistaverkum sem prýða Húsavík á þessari bæjarhátíð og til undirbúnings fyrir hátíðina.
Fjölmenningarfulltrúi kynnti fyrir ráðinu þá aðstöðu sem er í boði vegna undirbúnings fyrir hverfislitanefndir Mærudaga.

Fjölskylduráð samþykkir að leigja af eignarsjóði bílskúr við Tún tvo mánuði fyrir Mærudaga 2020. Hverfislitanefndir hafa samráð sín á milli um nýtingu aðstöðunar.

Ráðið hvetur íbúa Húsavíkur til þess að taka þátt í starfi hverfislitanefnda.