Fara í efni

Húsaleigusamningur Vallholtsvegur 3.

Málsnúmer 202006076

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 67. fundur - 22.06.2020

Fyrir liggur húsaleigusamningur við Orkuveitu Húsavíkur vegna húsnæðis í þeirra eigu að Vallholtsvegi 3. Með tilkomu samningsins er Frístund fyrir fötluð börn komin með húsnæði næstu 2 árin
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamning við Orkuveitu Húsavíkur vegna húsnæðis að Vallholtsvegi 3. Samningurinn gildir í 2 ár.
Ráðið vísar samningnum til sveitarstjórnar til samþykktar.

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar húsaleigusamningur milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og félagsþjónustu Norðurþings vegna afnota af fasteigninni Vallholtsvegi 3 í eigu Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir frístundastarfsemi félagsþjónustunnar.
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning.