Fara í efni

Fjölskylduráð

66. fundur 08. júní 2020 kl. 13:00 - 15:59 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Aldey Traustadóttir varamaður
  • Jóna Björg Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1 - 4.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 5-12.


Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir fulltrúi foreldra í Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 1 og 2 í fjarfundabúnaði.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 1 og 2.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 2.

Aldey Traustadóttir vék af fundi kl. 15:30.

1.Grunnskólinn á Raufarhöfn - Starfsemi leikskóladeildar

Málsnúmer 201906060Vakta málsnúmer

Til umræðu er umsóknir um fjögur leikskólapláss á Raufarhöfn næsta haust og opnun leikskóladeildar.
Fjölskylduráð fjallaði um fjölgun leiksskólaplássa á Raufarhöfn næsta haust og samþykkir að leikskóladeild opni að nýju í haust svo fremi að lágmarksfjöldi barna sé tryggður en viðmið fjölskyldusviðs Norðurþings er að lágmarki séu 4 börn á leikskóladeild.

Tryggja þarf einnig fjármagn en rekstur leikskóladeildar er ekki á fjárhagsáætlun grunnskóla Raufarhafnar og mun ráðið því sækja um viðauka við byggðarráð samkvæmt bókun í lið 2 í þessari fundargerð.



2.Fræðslusvið - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 202006016Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar beiðni stjórnenda um gerð viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs.
Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna fjölgunar nemenda og hugsanlegrar opnunar leikskóladeildar upp á 9.297.215
Leikskólastjóri Grænuvalla og skólastjóri Borgarhólsskóla óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun í ljósi tekjutaps vegna COVID-19 upp á 1.350.000 og 3.913.700.
Leikskólastjóri Grænuvalla óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna kjarasamningshækkana og greiðslu launa vegna forfalla starfsmanna upp á 18.000.000
Fræðslufulltrúi óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun til heimildar á tilfærslu og lækkunar á kostnaði upp á 1.500.000 kr. á milli Grænuvalla og mötuneytis vegna sameiningar mötuneyta.
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar grunnskóla Raufarhafnar að fjárhæð 9.297.215 kr.

Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar leikskóla Grænuvalla og mötuneytis Borgarhólsskóla að fjárhæð 5.263.700 kr.

Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar leikskólans Grænuvalla að fjárhæð 18.000.000 kr.

Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar Grænuvalla og mötuneytis Borgarhólsskóla vegna lækkunar að fjárhæð 1.500.000 kr. og óskar einnig eftir heimild til tilfærslu á milli sviða.






3.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun

Málsnúmer 201912124Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar drög að endurskoðaðri skólastefnu Norðurþings og innleiðingaráætlun vegna hennar.
Lagt fram til kynningar.

4.Skólamötuneyti - Ráðning yfirmatráðar

Málsnúmer 202005021Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ráðning yfirmatráðs skólamötuneytis Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar. Fannar Emil Jónsson var ráðinn sem yfirmatráður og býður fjölskylduráð hann velkominn til starfa.

5.Hljóðfæravinnubúðir (workshop) í júní og júlí 2020

Málsnúmer 202006025Vakta málsnúmer

Tónasmiðjan skapandi starf í Norðurþingi og nágrenni er um þessar mundir að undirbúa hljóðfæra vinnubúðir (WorkShop) fyrir ungt fólk sem verða haldnar í júní og júlí n.k. með landsþekktum tónlistarmönnum. 1. Rafgítar WorkShop í Júní n.k. ásamt Þráni Árna Baldvinssyni gítarsnilling sem m.a. hefur spilað með hljómsveitinni Skálmöld. 2. Trommu WorkShop í Júlí n.k. með Sigfúsi Erni Óttarsyni trommuleikara með meiru, sem meðal annars hefur spilað hljómsveitunum ; Rikshaw Stjórninni og Baraflokknum. Það er mikill heiður að fá þessa landsþekktu tónlistarmenn hingað til okkar með svona vinnustofur, sem er 2 tveggja tíma stund með fræðslu , sýningu og kennslu á ýmsu er viðkemur hverju hljóðfæri fyrir sig og það er auðvitað áhugi okkar að geta boðið krökkunum þetta frítt. Þessvegna ákváðum við að fara þessa leið og athuga hvort Norðurþing væri til í að taka þátt í þessu ævintýri með okkur með því að styrkja okkur.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að styrkja verkefnið Hljóðfæravinnubúðir að upphæð 50.000 kr. Styrkurinn verður greiddur út frá íþrótta- og tómstundasviði.

Aldey Traustadóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.

6.Viðburðir Húsavíkurstofu sumarið 2020 - ungmenni

Málsnúmer 202006026Vakta málsnúmer

Á 328. fundi byggðarráðs var m.a. eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um skapandi sumarstarf til fjölskylduráðs.

Húsavíkurstofa kannar möguleika á samstarfi við vinnuskóla Norðurþings varðandi viðburði á Húsavík sumarið 2020.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið en vinnu við skipulagningu vinnuskólans er að mestu lokið og óljóst er hvort að verkefnið rúmist innan áætlunar vinnuskólans þetta sumarið.
Ef svigrúm skapast þá er íþrótta- og tómstundafulltrúi falið að vera í sambandi við forsvarsmenn Húsavíkurstofu.

7.Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Á 328. fundi byggðarráðs var m.a. eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um skapandi sumarstarf og tilboð í sundlaugar sveitarfélagsins til umfjöllunar í fjölskyldurráði.
Fjölskylduráð vísar í afgreiðslu á 6. lið þessarar fundargerð hvað varðar skapandi sumarstörf með vinnuskólanum.
Húsavíkurstofa óskar eftir að fá að bjóða upp á 2 fyrir 1 í sundlaug Húsavíkur helgarnar í júní í tengslum við kynningu á Húsavík.

Aðaltekjur sundlaugarinnar koma yfir sumarmánuðina og þar sem fjöldatakmarkanir vegna COVID-19 eru enn í gildi sér ráðið ekki fært um að samþykkja erindið.

8.Sumarnámskeið Austra 2020

Málsnúmer 202006027Vakta málsnúmer

Til kynningar eru sumarnámskeið 2020 hjá ungmennafélaginu Austra á Raufarhöfn.
Óskað er eftir undanþágu til að nýta frístundastyrk en námskeiðið nær ekki lágmarkslengd samkvæmt reglum um styrkina.
Fjölskylduráð samþykkir að heimila Austra að bjóða upp á frístundastyrk fyrir sumarnámskeið 2020.

9.Ferðastyrkur til Völsungs 2020

Málsnúmer 202006028Vakta málsnúmer

Á 328. fundi byggðarráðs var bókað;

Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahóps um ferðastyrk til Íþróttafélagsins Völsungs að upphæð 2,5 milljónir. Styrkurinn verði greiddur aðalstjórn félagsins sem sjái um að deila honum út á deildir félagsins. Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar og mögulega viðaukagerðar í fjölskylduráði.

Fjölskylduráð vísar viðauka við fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs (06)til byggðarráðs að upphæð 2.500.000 kr.

10.Félagsstarf 5. - 7. bekkjar

Málsnúmer 202006048Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun vegna félagsstarfs 5. - 7. bekkjar árið 2020.
Fjölskylduráð bókaði m.a. á síðasta fundi sínum eftirfarandi:

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og félagsmálafulltrúa að ganga frá tilfærslu á fjármunum á milli sviða.

Fjölskylduráð vísar viðauka við fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs (06)til byggðarráðs að upphæð 1.500.000 kr. og óskar eftir heimild við tilfærslu fjarmagns á milli sviða.

11.Sundlaugin í Lundi 2020

Málsnúmer 201910161Vakta málsnúmer

Til kynningar eru málefni Sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2020.
Rekstaraðili laugarinnar er enn í Englandi og hefur ekki komist til landsins þar sem að flug frá Englandi hafa verið felld niður.
Mögulegt er að þetta hafi áhrif á opnun laugarinnar sem var fyrirhugað 15.júní 2020.
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar sumaropnun sundlaugarinnar í Lundi. Rekstraraðili laugarinnar er rétt kominn til landsins og þarf að hlýta almennum reglum um sóttvarnir.
Þar leiðandi gæti sumaropnun sundlaugarinnar tafist um nokkra daga af þeim sökum.

12.Vinnuskóli Norðurþings 2020

Málsnúmer 202002132Vakta málsnúmer

Á 65. fundi fjölskylduráðs var fjallað um verkefni vinnuskólans tengt fræðslu og kynningu um hafið og lífríki við Skjálfanda.
Verkefnið er unnið í samstarfi við félagasamtökin "Ocean Missions" en ekki Norðursiglingu eins og bókað var í síðustu fundargerð.
Aðalstuðningsaðili Ocen Missions er Norðursigling engu að síður.
Fjölskylduráð bókaði á síðasta fundi sínum eftirfarandi:
Fjölskylduráð samþykkir þetta skemmtilega samstarfsverkefni Norðursiglingar og vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2020. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar Vinnuskólans.

Ráðið vill árétta það að samstarfsverkefnið er við Ocean Missions en ekki Norðursiglingu líkt og kom fram í bókun ráðsins.

Fundi slitið - kl. 15:59.