Fara í efni

Hljóðfæravinnubúðir (workshop) í júní og júlí 2020

Málsnúmer 202006025

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 66. fundur - 08.06.2020

Tónasmiðjan skapandi starf í Norðurþingi og nágrenni er um þessar mundir að undirbúa hljóðfæra vinnubúðir (WorkShop) fyrir ungt fólk sem verða haldnar í júní og júlí n.k. með landsþekktum tónlistarmönnum. 1. Rafgítar WorkShop í Júní n.k. ásamt Þráni Árna Baldvinssyni gítarsnilling sem m.a. hefur spilað með hljómsveitinni Skálmöld. 2. Trommu WorkShop í Júlí n.k. með Sigfúsi Erni Óttarsyni trommuleikara með meiru, sem meðal annars hefur spilað hljómsveitunum ; Rikshaw Stjórninni og Baraflokknum. Það er mikill heiður að fá þessa landsþekktu tónlistarmenn hingað til okkar með svona vinnustofur, sem er 2 tveggja tíma stund með fræðslu , sýningu og kennslu á ýmsu er viðkemur hverju hljóðfæri fyrir sig og það er auðvitað áhugi okkar að geta boðið krökkunum þetta frítt. Þessvegna ákváðum við að fara þessa leið og athuga hvort Norðurþing væri til í að taka þátt í þessu ævintýri með okkur með því að styrkja okkur.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að styrkja verkefnið Hljóðfæravinnubúðir að upphæð 50.000 kr. Styrkurinn verður greiddur út frá íþrótta- og tómstundasviði.

Aldey Traustadóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.