Fara í efni

Fjölskylduráð

162. fundur 12. september 2023 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-6.
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 6.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 7.

1.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun

Málsnúmer 201912124Vakta málsnúmer

Kristrún Lind Birgisdóttir og Anna María Þorkelsdóttir frá Ásgarði fara yfir innleiðingu skólastefnu Norðurþings frá árinu 2020 og fer yfir hlutverk skóla og skólaþjónustu við þá vinnu.
Samkvæmt starfsáætlun Norðurþings birta leik- og grunnskólar innra mats skýrslur sínar að vori eða við lok skólaársins. Innra mats skýrslur eru teknar til umfjöllunar og marka tímamót við kerfisbundnar umbætur í skólastarfi skólanna. Skólastjórnendur gera grein fyrir helstu umbótum sem hafa áunnist og til hvaða kerfisbundinna umbóta stendur til með að fara í á komandi skólaári. Umbótaáætlanir hvers skóla er í senn innleiðingaráætlun skólastefnu Norðurþings enda byggja umbótaáætlanir á gæðaviðmiðum sveitarfélagsins.

Fjölskylduráð mun á komandi vikum fjalla um innra mat og starfsáætlanir skóla Norðurþings.

2.Starfsemi íþróttamannvirkja í Lundi og á Kópaskeri.

Málsnúmer 202308019Vakta málsnúmer

Til kynningar er staða á starfsemi íþróttamannvirkja í Lundi og á Kópaskeri.
Lagt fram til kynningar.

3.Heimgreiðslur vegna leikskólabarna

Málsnúmer 202308062Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ábendingu frá Halldóru Magnúsdóttur um að heimgreiðslur verði valfrjálsar.
Fjölskylduráð þakkar Halldóru fyrir erindið.

Innleiðing heimgreiðslna er tímabundin ráðstöfun vegna þeirra barna á aldrinum 12-24 mánaða sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Gert er ráð fyrir að þær verði felldar niður þegar nýtt leikskólaúrræði er tilbúið og biðlistar tæmdir.

4.Viðauki 06 Æskulýðs og íþróttamál

Málsnúmer 202309029Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun 2023 á fjölskyldusviði í málflokki 06 Æskulýðs- og íþróttamál.

Samþættingarverkefni- viðauki nr. 4, vegna samnings við Völsung um þjálfun 7.786.000 kr.

Samtals fjárhæð viðauka 7.786.000 kr, viðaukinn hefur áhrif til lækkunar á handbært fé aðalsjóðs að sömu fjárhæð.
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til samþykktar í byggðarráði.

5.Viðaukar 04 Fræðslumál

Málsnúmer 202309028Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 á fjölskyldusviði í málflokki 04 fræðslumál.

Tónlistaskóli- viðauki nr. 5, vegna launauppgjörs 6.200.000 kr.
Raufarhafnarskóli- viðauki nr. 6, vegna skóla í skýjunum 5.000.000 kr.
Öxafjarðarskóli- viðauki nr. 7, vegna skólaaksturs 5.200.000 kr.
Leikskólinn Grænuvellir- viðauki nr. 8, vegna fjölgunar barna í haust 7.105.000 kr.

Samtals fjárhæð viðauka 23.505.000 kr, viðaukarnir hafa áhrif til lækkunar á handbæru fé aðalsjóðs að sömu fjárhæð.
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til samþykktar í byggðarráði.

6.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023

Málsnúmer 202309013Vakta málsnúmer

Inga Huld Tryggvadóttir sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóðs til að vega á móti kostnaði vegna myndlistarsýningarinnar Húsavík 87 sem opnaði í Safnahúsinu á Húsavík 19. ágúst síðastliðinn og stendur til 30. september 2023.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Ingu Huld Tryggvadóttur um 50.000 kr.

7.Breytt fyrirkomulag forvarna hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202309047Vakta málsnúmer

Til kynningar er breytt fyrirkomulag forvarna hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra
Fjölskylduráð Norðurþings harmar að starf forvarnarfulltrúa sé lagt niður við embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.
Norðurþing hefur átt í árangursríku samstarfi við forvarnarfulltrúa um fyrirbyggjandi aðgerðir og telur mikilvægt í ljósi framkvæmdar og innleiðingar farsældarlaga að framhald verði á starfi forvarnarfulltrúa til að tryggja aðkomu lögreglunnar að málum sem snúa að farsæld barna og virkt samstarf við sveitarfélögin.

Fundi slitið - kl. 10:30.